Miðillinn Costa news varaði nýverið við ólöglegri leigubílaþjónustu á Alicante-Elche flugvellinum. Vakti það athygli lögreglunnar í síðasta mánuði þegar ökutæki voru ítrekað skilin eftir án ökumanns á bílastæði sem ætluð eru leigubílum. Lögregla hóf að fylgjast með bifreiðunum en þegar dráttarbifreið mætti á svæðið kom eigandinn út úr flugstöðinni ásamt þremur mönnum. Þá sagðist maðurinn ætla að skutla þeim til síns heima.
Lögregla ræddi við mennina og komst að því að þeir þekktust ekki. Viðurkenndi bílstjórinn í kjölfarið að hann væri að veita ólöglega þjónustu og sagðist ekki hafa réttindi leigubílstjóra. Maðurinn sagðist hafa stundað það að skutlað farþegum frá flugvellinum fyrir 15 evrur á mann hvora leið. Í kjölfarið hefur verið gripið til aðgerða á flugvellinum og fólk beðið um að hafa varann á þegar kæmi að því að velja leigubíla.