Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Fertugur faðir ók undir áhrifum fíkniefna á ónýtum bíl: „Ég drap son minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn fertugi Leon Clarke var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa valdið hræðilegu bílslysi þar sem átta ára sonur hans lét lífið. Leon var undir áhrifum kókaíns en segist sjálfur nota efnið reglulega.

Leon sótti syni sína tvo til móður þeirra á ótryggðum húsbíl, undir bílnum voru illa farin dekk og þótti hann því langt frá því að vera nógu öruggur til aksturs. Þennan daginn hafði ringt mikið, Leon ók á um 122 kílómetra hraða þegar hann skipti um akrein, missti stjórn á bílnum og lenti á stórum vegavinnubíl sem var lagt við vegrið. Átta ára sonur hans, Blake, var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús en hinn sex ára Mason slapp með minniháttar áverka.

Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var Leon grátandi með Blake í fanginu og öskraði: „Ég drap son minn.“

Vinnumenn voru að laga vegrið eftir að annan árekstur sem gerðist tveimur tímum áður, annar mannana sat í bílnum þegar slysið varð og missti meðvitund.

Ásamt tveggja ára fangelsisdóm var Leon settur í tveggja ára akstursbann eftir fangelsisvist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -