Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fimm blaðamenn drepnir á Gaza – Þriðja barnið fraus í hel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm blaðamenn voru myrtir á Gaza í nótt. Þriðja barnið fraus í hel.

Ísraelsher drap fimm blaðamenn í loftárás á Gaza í nótt. Blaðamennirnir sváfu í sendibíl, kyrfilega merktum með orðunum „press“, þar sem þeir hefðu átt að vera öruggir. Eins og margir blaðamenn sem starfa á Gaza höfðu þeir komið sér fyrir í sendibílnum sínum í þeirri trú að þeir myndu vera óhultir fyrir árásum. Tala látinna fjölmiðlamanna á Gaza er nú komin upp í að minnsta kosti 146, á aðeins rúmu ári.

Hinir látnu.

Þriðja barnið fraus í hel

Vetrarkuldinn bítur nú á Palestínumönnum sem margir hírast um í tjöldum en í gær fraus þriðja barnið í hel. Faðir eins þeirra tjáði sig við fjölmiðla nýverið.

Aðstæður Palestínumanna er hræðileg á Gaza.

Mahmoud al-Faseeh, faðir þriggja vikna stúlkunnar sem fraus til bana á al-Mawasi svæðinu í suðurhluta Gaza, ræddi stuttlega við fréttamenn um dauða dóttur sinnar, Silu.

„Við búum við slæmar aðstæður inni í tjaldinu okkar,“ sagði al-Faseeh.

- Auglýsing -

Bætti hann við: „Við sofum á sandinum og höfum ekki nóg teppi. Við finnum fyrir kuldanum inni í tjaldinu okkar. Aðeins Guð þekkir aðstæður okkar. Staða okkar er mjög erfið. Það varð mjög kalt á einni nóttu og við fullorðna fólkið gátum ekki einu sinni umborið það. Við gátum ekki haldið á okkur hita,“ sagði hann við Associated Press fréttastofuna.“

Á miðvikudagsmorgun kom al-Faseeh að dóttur sinni látinni.

„Hún var eins og tré,“ sagði hann.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -