Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fimmtán ára stúlka myrt á leið sinni í skólann: „Versta martröð allra foreldra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán ára stúlka var stungin til bana á leið sinni í skólann í Croydon, suður Lundúnum.

Samkvæmt frétt BBC umkringdu lögreglubílar og sjúkrabíll tveggja hæða strætisvagn í Wellesley-vegi, nærri Whitgift Centre, í kjölfar árásarinnar um klukkan 8:30 í morgun.

Sautján ára unglingspiltur, sem talinn er þekkja fórnarlambið, var handtekinn stuttu eftir að stúlkan lést klukkan 09:21.

Í yfirlýsingu Old Palace of John Whitgift skólans segist skólinn vera í „djúpu áfalli.“

Einkarekni stúlknaskólinn í Croydon sagði að fórnarlambið hefði verið „mjög elskuð og vel metinn vinur og nemandi.“ „Það mun taka nokkurn tíma fyrir Old Palace-samfélagið að átta sig á þessum hræðilegu fréttum og við munum bjóða nemendum okkar hjálp. Umfram allt, sendum við ást okkar og dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu stúlkunnar á þessum ólýsanlegu erfiðu tímum. “

Andy Brittain, staðgengill Met lögreglustjórans, sagði við fjölmiðla að málið væri „versta martröð allra foreldra. Ég veit að þeir lögreglumenn sem mættu fyrstir á vettvang, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, eru algjörlega niðurbrotnir vegna dauða fórnarlambsins.“

- Auglýsing -

Sagði hann að lögreglumennirnir hafi verið komnir á vettvang innan tveggja mínútna frá því að tilkynning um árásina barst. Þeir hafi veitt fyrstu hjálp.

„Innan 75 mínútna var 17 ára drengur handtekinn í New Addington og er enn í varðhaldi,“ bætti hann við.

- Auglýsing -

Lögreglan staðfesti einnig á blaðamannafundinum að ekki væri verið að leita að öðrum einstaklingi í tengslum við árásina.

Hvítt rannsóknartjald var sett upp í morgun við morðstaðinn en fjöldi blóma hafa verið lögð við hlið tjaldsins. Þá hefur lögreglan einnig sett upp rautt límband í kringum strætisvagninn og fjöldi lögreglumanna hefur verið á staðnum í allan dag.

Eitt vitni sagðist hafa séð bílstjóra strætisvagsins og konu reyna að endurlífga stúlkuna á gangstétt fyrir utan strætisvagninn. Vitnið, sem vill aðeins koma fram undir nafninu Bridget sagði: „Ég var í vagninum áður og sá þau reyna að endurlífga hana. Bílstjórinn var að halda henni ásamt konu. Viðbragðsaðilar voru svo mættir fljótlega.“

 Anthony King, sem vinnur með ungmennum í hverfinu, ræddi við BBC Radio London en hann heldur utan um samtök sem vinna að því að draga úr glæpum í Croydon-hverfinu. Sagði hann í viðtalinu að hann hafi hitt vini og fjölskyldumeðlimi stúlkunnar í kjölfar árásarinnar. „Þetta er í fjórða eða fimmta skiptið sem ég hef þurft að horfa í augu foreldra og segja þeim að barnið þeirra hafi dáið. Þetta er versti dagur lífs mín og ég get ekki ímyndað mér hvernig tilfinningin er fyrir foreldrana. Hávaðinn og öskrin sem ég heyrði í morgun mun sitja á sál minni að eilífu. Hafið fjölskylduna í huga ykkar og bænum.“ Bætti hann við að 22 mánuðir séu síðan unglingur var myrtur í Croydon.

Morðið í morgun er fimmtánda unglingamorð ársins í landinu en í fyrra voru þau fjórtán talsins.

Samkvæmt gögnum Met-lögreglunnar voru fleiri hnífaárásir í Croydon en í nokkrum öðrum hvefum Lundúna, frá ágúst 2022 til ágúst 2023.

Georgina Slater, íbúi í Croydon, sagði BBC að morðið sé „algjörlega viðbjóðslegt og sé að gerast allt of oft á þessu svæði. Ég skil ekki hvernig lítil stúlka getur verið stungin svo snemma morguns.“ Bætti hún við: „Ég veit ekki hvað lögreglan er að gera … þau [fórnarlömbin – innskot blaðamanns] eru bara að yngjast. Við þurfum inngrip, við þurfum hluti fyrir börnin, þau hafa enga leiðsögn. Lögreglan mætir þegar þetta er skeð – hvar er inngripið í skólunum?“

Georgina Slater

Annar vegfarandi, Christopher Ita sagði við BBC: „Þetta mun gerast aftur í næstu viku og í næsta mánuði, þetta verður bara einhver annar.“

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan sagðist vera „algjörlega hryggbrotinn“ vegna morðsins og biðlaði til vitna en bætti við að hann væri í samskiptum við lögreglustjóra höfuðborgarsvæði Lundúna, Sir Mark Rowley. „Ég lofa því að halda áfram að vinna dag og nótt að því að enda þá plágu hnífaárása sem plagar borgina okkar,“ sagði Khan í viðtali við útvarpsstöðina Greatest Hits Radio.

Sarah Jones, þingkona Croydon Central, sagði: „Ég er niðurbrotin yfir því að barn í bænum mínum hafi verið myrt á leið sinni í skólann.“ Þakkaði hún lögreglunni og sjúkraliðum fyrir snögg viðbrögð og tilraunir til að bjarga lífi stúlkunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -