Fimm manna úkraínsk fjölskylda varð fyrir skothríð Rússa þegar þau reyndu að komast úr höfuðborginni, Kiev.
Anton Kudrin, kona hans, Svetlana Zapadynskaya og tíu ára dóttir þeirra létu lífið í árásinni en tvö önnur börn þeirra slösuðust illa, þau Sofia, 12 ára og Semyon, 5 ára.
Semyon lést á sjúkrahúsi þremur dögum eftir árásina og er því Sofia ein eftirlifandi. Hún er meðvitundarlaus í öndunarvél og veit því ekki að fjölskyldan hennar hafi verið myrt.
Heilbrigðisráðherra Úkraínu tilkynnti þann 27. febrúar síðastliðinn að allavegana 352 úkraínskir ríkisborgarar hafi verið myrtir í stríðinu og að minnsta kosti þúsund manns særðir.
Fréttir herma að 5710 rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni á Úkraínu hingað til.