Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Fjölskylda Jay Slater leitar enn þó lögreglan sé hætt: „Við verðum að gera eitthvað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife 17. júní síðastliðinn, skipuleggur nú eigin leit að drengnum, eftir að opinberri leit var hætt.

Frændi Jay Slater, Glen Duncan, lofaði því að fjölskyldan myndi halda áfram „örvæntingarfullri“ leit sinni að unglingnum. „Við verðum að gera eitthvað,“ sagði hann.

Múraralærlingurinn Jay Slater sást síðast 17. júní þar sem hann yfirgaf Airbnb íbúð í fjallaþorpinu Masca til þess að ganga til baka þaðan sem hann gisti. Gangan hefði tekið hann 11 klukkustundir.

Fjölskyldumeðlimir hans, auk litlum hópi sjálfboðaliða, fara nú gangandi um svæðið þar sem Jay sást síðast en yfirvöld á Tenerife hættu leitinni 30. júní.

Glen (41), frændi Jay, ræddi við Sky News í gær þar sem hann var staddur í þorpinu Santiago del Teide á eyjunni, en hann sagði aðstæður fjölskyldunnar sem „örvæntingarfullar.“

Segir Glen að fjölskyldunni líði eins og þau hafi verið skilin eftir ein og þegar hann er spurður hvort hún myndi vilja hjálp frá bresku lögreglunni svaraði hann: „Við myndum  gjarnan vilja það, en það er bara ekki það einfalt“. Bætti hann við: „Hingað til höfum við verið í sambandi við bresku ræðismannaskrifstofuna hér sem segir að enn sé verið að leita, við þurfum bara að bíða. „Þetta eykur bara á vonleysið í raun.“

- Auglýsing -

Faðir Jay, Warren Slater (58) og eldri bróðir Jay, Zak (21), eru meðal þeirra fáu sem eru að rannsaka djúpu, grýttu gljúfrin í Rural de Teno garðinum, nálægt hinu afskekkta þorpi Masca í norðurhluta eyjunnar. „Það eru ekki bara Warren og Zak að leita, það er fleira fólk þarna,“ sagði Glen. Bætir hann við að fjölskyldan hafi ekki gefið upp vonina og muni leita að Jay þar til hann finnst. „Við verðum bara að gera eitthvað því annars sitjum við bara í íbúðinni og störum á sömu fjóra veggina.“

Leit lögreglunnar fór fram á bröttu grýttu svæði, giljum og slóðum þar sem þyrlur, drónar og leitarhundar voru sendir á vettvang til að finna Jay Slater en án árangurs. Eftir að leitinni var hætt í lok júní sagði Guardia-lögreglan við Sky News að fjölskyldan gæti leitað með eigin flokki og björgunarteymi. Segist lögreglan enn vera að rannsaka hvarfið en vilja ekki gefa frekari upplýsingar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -