Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjölskylda Rachel Morin leitar sjálf að morðingjanum: „Við erum bókstaflega föst í limbói“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir Rachel Morin, fimm barna móðirin sem fannst myrt við fjölfarna gönguleið í Maryland fyrir þremur mánuðum, segir lögregluna hafi bókstaflega engar vísbendingar í þessu furðulega máli. Móðirin hefur því tekið til sinna ráða.

Patty Morin, móðir hinnar 37 ára Rachel Morin sem fannst myrt við gönguleið í Bel Air fyrir þremur mánuðum, sagði Fox News Digital að fjölskyldan hafi nú dreift meira en 10.000 bæklingum á ensku og spænsku, í Los Angeles-borg, þar sem beðið er um upplýsingar um morðið. DNA-sýni á líki Rachel passaði við DNA-sýni sem fannst eftir nauðgun sem átti sér stað í Los Angeles. Þá náðist myndskeið af morðingjanum yfirgefa húsið þar sem hann réðist á unga stúlku og kom fram vilja sínum. Ekki sést í andlit mannsins en grunur er um að hann sé af rómönsku bergi brotinn.

„Ég bið til Guðs um að einhver, kannski einhver sem hefur lent í svipaðri reynslu, muni sýna samúð og hjálpa okkur að bera kennsl á hinum grunaða,“ sagði Patty í viðtalinu.

„Við erum bókstaflega föst í limbói og getum ekki hreyft okkur því við höfum engin svör, enga stefnu,“ bætti hún við.

Rachel fannst myrt á Ma & Pa gönguleiðinni í Maryland þann 6. ágúst, nærri sólarhring eftir að kærasti hennar hafði tilkynnt hana týnda.

Tvímála bæklingunum hefur verið dreift á svæðinu þar sem nauðgunin átti sér stað og eru taldir ná til um 58.000 manns.

- Auglýsing -

„Við höfum ekki séð neinar áreiðanlegar vísbendingar frá lögreglunni, þannig að við erum að reyna að finna vísbendingar, hvernig sem við getum,“ sagði lögmaður fjölskyldunnar, Randolph Rice í viðtali við Fox News Digital.

Glæpamannarýnir sagði lögfræðiteyminu að hinn grunaði, sem áður hefur verið sagður á þrítugsaldri, um 70 kíló og 152. sentimetrar á hæð, eigi sér líklegast tengsl við Los Angeles, að sögn Rice.

Patty sagði um dóttur sína: „Hún fyllti líf okkar svo mikið af hlátri og ljósi. Jafnvel þegar hún átti slæman dag, þá skein hún. Nú er bara svo mikið tóm.“

- Auglýsing -

Að sögn Patty eru hin fimm börn Rachel sem þjást mest. „Nú þegar hátíðirnar nálgast, óttast ég að það verði þrúgandi þögn sem muni kasta skugga á sameiningu okkar. Þau vilja bara mömmu sína aftur og að líf þeirra verði aftur eðlilegt, en sum þeirra eldri vita að það verður aldrei. Við vitum ekki af hverju hann framdi svo hrottalegan glæp. Af hverju dóttir mín?“ Bætti hún við að lokum: „Þetta þýðir að enginn er óhultur fyrr en hann næst og verður látinn dúsa inni til dauðadags.“

Fréttin er unnin upp úr frétt The New York Post.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -