Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fjölskyldufyrirtæki Trumps dæmt fyrir skattsvik og fjármálaglæpi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var ekki meðal sakborninga þegar fjölskyldufyrirtæki hans var sakfellt fyrir skattalagabrot og aðra fjármálaglæpi. Hann var þó ítrekað nefndur á nafn við réttarhöldin en það var hæstiréttur New York-ríkis sem komst að þessari niðurstöðu.

RÚV greindi frá. Samkvæmt dómnum hefur innan fyrirtækisins, Trump Organization, verið rekin svikamylla í áraraði. Þannig hafi æðstu stjórnendur þess fengið bíla, íbúðir, skólastyrki og ýmis önnur fríðindi án þess að greiða af því nokkra skatta.

Eins og áður sagði kom nafn Trumps ítrekað fyrir í réttarhöldunum þó hann sé sjálfur ekki meðal sakborninga. Meðal annars kom fram að hann hefði persónulega samþykkt og greitt ýmislegt af því sem ekki hafði verið talið upp til skatts. Lögmaður fjölskyldufyrirtækisins hefur þegar sagt að dóminum verði áfrýjað.

Þá var fyrirtækið dæmt fyrir fölsun ársreikninga og fjármálamisferli af ýmsum toga. Trump Organization þarf að greiða sekt að andvirði 210 milljóna króna sem er aðeins brot af árlegri veltu þess. Meðal eigna fyrirtækisins eru íbúðir og skrifstofur í New York, nokkur hótel og sextán golfvellir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -