Fjórar manneskjur fundust látnar á heimili í Ål í Hallingdal í Noregi í gærkvöld.
Allir hinir látnu voru íbúar á heimilinu en lögreglan kom á vettvang eftir að áhyggjufullir ættingjar íbúanna hafði samband og bað um velferðarathugun.
Samkvæmt ríkisútvarpinu í Noregi tilkynnti lögreglan um málið á blaðamannafundi klukkan 23:00 í gærkvöld. Klukkan eitt í nótt mættu tæknimenn glæpavettvanga til rannsóknar á málinu.
Lögreglustjórinn í Midtre Hallingdal lögreglustöðinni, Brit Fyksen sagði í gærkvöld að það sé of snemmt að segja eitthvað um tengsl þeirra sem látnir eru, þar sem ekki væri búið að bera kennsl á þá enn. Þó kemur fram hjá NRK að búið sé að láta ættingja hinna látnu vita.
Solveig Vestenfor, bæjarstjóri Ål sagði í gær í samtali við NRK að nú sé sveitarfélagið að vinna í því að halda utan um samfélagið og ættingja hinna látnu.
„Allir þekkja alla hér. Þetta er innilega sorglegt. Það eru sennilega margir sem vita að þetta er mjög nálægt. Það verður því mikið að gerast næstu daga. Núna verðum við að sjá til þess að hlúið sé að fólki, sagði Vestenfor.“