Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Fjórir í haldi vegna hatursglæps gegn knattspyrnustjörnu: „Laliga er í eigu rasista“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spænska lögreglan heldur fjórum mönnum í tengslum við hatursglæp í garð knattspyrnustjörnu Real Madrid, Vinicius Jr. Mennirnir eru grunaðir um að hafa klætt brúðu í treyju merkta Vinicius Jr og bundið kaðal utan um hálsinn á henni og hengt hana á brú yfir hraðbraut.

Fígúran, það er að segja brúðan, birtist fyrst í janúar fyrir leik milli erkióvinanna Real Madrid og Barcelona, í hverfi atletico í Madrid borg.

Brúðan var hengd fram af brú yfir hraðbraut en á brúnni var borði sem á stóð „Madrid hatar Real.“

Þá sendi Real Madrid frá sér kvörtun vegna hatursglæps sem brasilíski landsliðsleikmaðurinn varð fyrir um helgina í leik á milli Real Madrid og Valencia. Gert var hlé á leiknum í seinni hálfleik þar sem Vinicius tilkynnir dómaranum rasisma sem hann er að verða fyrir og bendir á gerandana í stúkunni.

Síðar í leiknum fékk Vinicius rautt spjald fyrir ljótt orðbragð. Eftir leikinn gaf hann frá sér yfirlýsingu á Twitter og sagði „Laliga er í eigu rasista,“ og átti þá við um efstu deild Spánar.

Forseti Laliga, Javier Tebas svaraði þessu á Twitter og segir Vinicius ekki hafa mætt á fund varðandi atvik helgarinnar. Bætti hann við „Áður en þú gagnrýnir deildina þarftu að fræða þig betur um hana.“

- Auglýsing -

Brasilísk yfirvöld segja atvikið ekki vera í lagi. Vinicius hafi orðið fyrir kynþáttaníð oft á þessu tímabili en ekki hafi verið gripið til aðgerða enn.

Beðið hefur verið um fund á milli spænskra ráðherra og knattspyrnusambandsins í tengslum við málin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -