Skelfilegt slys átti sér stað í borginni Houston í fyrradag en þá flaug þyrla á útvarpsmastur með þeim afleiðingum að kviknaði þyrlunni og hrapaði hún svo í kjölfarið. Þyrla var að fljúga frá Elliington flugvelli á sunnudagskvöldið og var um útsýnisflug að ræða. Fjórir voru í henni, þar á meðal eitt barn, og létust allir um borð.
Noe Diaz, lögreglustjóri Houston, sagði við fjölmiðla slysið væri gífurlega sorglegur atburður. Ástæða slyssins liggur ekki fyrir og rannsókn á því stendur nú yfir en þyrlan var Robinson R44 þyrla. Ekki urðu nein slys á fólki á jörðu niðri þegar þyrlan hrapaði en atvikið átti sér stað í þéttbýli.
Nöfn hinna látnu hafa ekki verið birt.