Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fjórtán ára drengur ákærður fyrir hrottalegt morð í Bretlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórtán ára drengur hefur verið ákærður fyrir morðið á hinum 53 ára Ian Kirwan. Ian var stunginn til bana fyrir utan matvöruverslun í Worcestershire í Bretlandi. Morðið átti sér stað um klukkan hálf átta á þriðjudagskvöldið.

Drengurinn sem grunaður er um glæpinn situr nú í gæsluvarðhaldi og hófust réttarhöld yfir honum í dag. Ellefu manns til vibótar hafa verið handteknir í tengslum við málið en átta þeirra hefur verið sleppt og einum sleppt gegn tryggingu.

Rannsókn málsins stendur enn yfir og hefur lögreglan á svæðinu beðið hugsanleg vitni um að stíga fram.

Ian Kirwan var vinamargur og vel liðinn. Vinir hans og kunningjar lýsa honum sem jákvæðum einstakling sem var alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum. Íbúum á svæðinu var mjög brugðið eftir árásina og þurfti lögregla að auka gæslu á svæðiu til muna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -