Þetta sagði Greg Abbott ríkisstjóri á fréttamannafundi. Hann sagði að árásarmaðurinn hafi verið unglingur úr bænum og að hann hafi farist sömuleiðis. Sagði Abbott talið að lögregla hafi skotið hann til bana.
Þá sagði hann árásarmanninn hafa verið vopnaðan skammbyssu og mögulega riffli.
Í yfirlýsingu sem Abbott sendi frá sér eftir fréttamannafundinn segir að Texas-búar syrgi nú allir fórnarlömb árásarinnar. Hann þakkaði viðbragðsaðilum og sagðist hafa skipað lögreglu og viðeigandi stofnunum að vinna saman að rannsókn málsins.
Þetta er tíunda mannskæðasta skotárásin í Bandaríkjunum frá árinu 1950. Þá er þetta næstmannskæðasta árásin á grunnskóla, en 27 voru myrt í árás á Sandy Hook-grunnskólann í Newtown í Connecticut árið 2012. Sjö af tíu mannskæðustu skotárásunum hafa verið gerðar á síðustu tíu árum.
Biden mun ávarpa bandarísku þjóðina síðar í kvöld, þegar klukkan er korter gengin í eitt.