Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Flórensbúar æfir yfir kynferðistilburðum ferðalangs með frægri styttu – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvenkyns ferðalangur hefur vakið reiði eftir að hún var nöppuð við að þykjast eiga í kynferðismökum við styttuna af Bakkusi í Flóens.

Ljóshærð kona, sem ekki hefur verið nafngreind né hefur verið sagt hvers lensk er, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að sýna „virðingarleysi“ eftir að hún klifraði upp að styttu Giambologna af Bakkusi og kyssti hinu fræga ítölku styttu. Túristinn stillti sér einnig upp fyrir framan styttuna og nuddaði afturenda sínum upp við klof styttunnar á meðan vinir hennar tóku ljósmyndir. Stuttu síðar náðist ljósmynd af annarri konu, klæddri í svartar stuttbuxur og hvítan bol, þar sem hún beygði sig fyrir framan Bakkus og þóttist eiga við hann munnmök.

Flórensbúar eru sáttir við sprell ef það fer ekki út í fíflagang.

Yfirvöld hafa verið hvött, eftir þetta sjokkerand atvik, að komast að því hvaða ósmekklegu ferðalangar þetta voru og til þess að sýna enga linkind. „Flórens er borg sem lætur gesti ekki virða hana. Þessar stöðugu birtingarmyndir dónaskapar og ókurteisi eiga sér stað vegna þess að allir telja sig eiga rétt á að gera það sem þeir vilja, refsilaust,“ sagði Patrizia Asproni frá Confcultura, menningararfleifðarsamtökunum. „Við þurfum til að beita „Singapore líkaninu“: ströng stjórnun, mjög háar sektir, engir sjensar,“ bætti hún við.

Íbúar voru reiðir yfir myndunum sem birtar voru á Facebook-hópi fyrir íbúa Flórens. Kona ein skrifaði: „Hér er virðingin fyrir Flórens,“ er hún fordæmdi ferðamenn í ítölsku borginni. Myndband af athæfinu fór fljótt í dreifingu á netinu á Ítalíu þar sem einn íbúi skrifaði á netinu: „Við ættum að neyða ferðamenn til að taka próf á Flórens áður en þeir geta stigið fæti inn í borgina.“

Hinn sprelligosinn – Ljósmyndarinn setti tjákn fyrir myndina, til að særa ekki blygðunarkennd fólks, guði sé lof.

Lögreglustjórinn Antonella Ranaldi sagði að ferðamenn væru velkomnir en þeir yrðu að sýna „virðingu“ og bætti við: „Ferðamenn eru velkomnir, en það verður að bera virðingu fyrir minnismerkjunum okkar, hvort sem þær eru frumrit eða afrit. Einnig vegna þess að ég efast um að þessi kona þekki muninn.'“

Sumir óánægðir heimamenn hafa krafist þess að konan fari í fangelsi vegna þessarar „kynferðislegu“ myndatöku með styttunni, sem er eftirlíking af upprunalega bronsstyttunni af Bakkusi, sem var búið til af Giambologna árið 1560 og er geymt í Bargello-safninu.

Upprunalegu styttunni var skipt út fyrir eftirlíkinguna árið 2006, sem stendur ofan á fornum marmaragosbrunni sem kallast ‘del Centauro’, sem konurnar þurftu að klifra til að komast að styttunni. Hin sjokkrerandi atvik komu aðeins mánuði eftir að ferðamaður var gripinn við að rista nafn sitt á fornan vegg í Pompeii. Maðurinn, sem er frá Kasakstan, var gripinn við að skemma einn vegginn.

- Auglýsing -

Ekki fylgdi fréttinni hvort Bakkus hafi verið með í för hjá konunum þegar atvikið átti sér stað.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -