Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Flugferð gerði út af við ungan föður á leið í frí: „Hann var bókstaflega birtan í lífi okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur sparkboxari lést á hörmulegan hátt í fríi eftir að flugið jók á heilaskaða sem hann vissi aldrei að hann væri með.

Ryan Donald, 22 ára, fór í frí með vinum sínum til Kýpur. Fór hann að sofa fyrsta kvöldið í fríinu og vaknaði því miður ekki aftur. Krufning leiddi í ljós að hinn eins barna faðir hafði þjáðst af blóðtappa í heila, sem niðurbrotin fjölskylda hans sagði að hefði verið eftir sparkboxmeiðsli.

Höfuðmeiðslin versnuðu í flugvélinni á leið til Kýpur vegna loftþrýstingsins og það hefur verið „síðasta hálmstráið“, að því talið er. Ryan, sem er frá Portsmouth, var faðir fjögurra mánaða drengs. Hann hafði brennandi áhuga á sparkboxi og dreymdi um að starfa við þá íþrótt, annað hvort sem atvinnumaður eða þjálfari barna.

Ryan með syni sínum

Systir hans, Georgia Donald, 24 ára, telur að hann hafi orðið fyrir meiðslum annað hvort á æfingu eða í einum af bardaga hans en læknar á Englandi eru hissa á því að hann sýndi ekki merki um meiðsli.

Hún sagði: „Hann var góð fyrirmynd og hann gafst aldrei upp. Læknarnir á Englandi sögðust ekki skilja hvernig hann sýndi ekki merki um meiðslin, hann hefði átt að vera með gríðarlegan sársauka og hann var það ekki, hann bara hélt áfram að berjast í gegnum það. Hann kvartaði yfir litlum höfuðverk, eða það sem við héldum að væri lítill höfuðverkur, en hann þjösnaðist bara í gegnum það. Hann var ekki mikill kvartari. Hann var svo hvetjandi og átti svo mikið framundan.“

Andlát hans hefur nú skilið eftir sig tóm í lífi fjölskyldu hans, sérstaklega kærustu hans Carmen og son þeirra Leyton. Sett var upp GoFundMe-síða til að safna peningum til að koma líki hans heim þar sem Ryan var ekki með tryggingu. Hefur nú safnaast um 1,7 milljónum króna á einni viku og er búist við að lík Donalds komi aftur til Englands í þessari viku.

- Auglýsing -
Ryan með hluta fjölskyldu sinnar.

Georgia sagði einnig: „Ég vil þakka öllum gríðarlega fyrir styrkina. Þetta sýndi okkur áhrifin sem Ryan hafði á fólk og hversu mikið hann var elskaður. Þetta hefur tekið gríðarlega pressu af foreldrum mínum (Clive og Cordelia). Pabbi er nú þegar með hjartavandamál þannig að þetta tók mikið af herðum hans og kom kannski í veg fyrir að eitthvað gerðist hjá honum. Fólkið sem styrkti okkur hefur bjargað okkur.“

Féð sem safnast á GoFundMe verður nú einnig notað til að standa straum af útfararkostnaði. Georgia heiðraði yngri bróður sinn: „Hann var hvetjandi, ég veit að allir segja það, en hann var það í raun og veru. Hann var yngstur fimm systkina en það var hann sem við litum öll upp til. Sonur minn sá hann eins og bróður þar sem ég bjó nánast með Ryan alla ævi. Orð geta ekki alveg lýst því hversu ótrúlegur hann var, allir þekktu hann og allir elskuðu hann.“

Bætti hún við: „Maður getur séð það í gegnum öll framlögin og öll skilaboðin sem við höfum fengið. Hann hafði áhrif á líf allra. Hann gat fengið þig til að hlæja og brosa, jafnvel þótt þú vildir það ekki, hann gat pirrað þig þar til honum tókst að láta þig hlæja. Hann var bókstaflega birtan í lífi okkar.“

- Auglýsing -

Búist er við að frekari krufning fari fram þegar lík Ryans snýr aftur til Bretlands.

Mirror sagði frá málinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -