Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Flugmaður hótaði að brotlenda á Walmart

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugvélinni sem hringsólaði tímunum saman í Tupelo í Mississippi hefur verið lent. Flugmaðurinn hafði hótað að fljúga vélinni á Walmart verslun á svæðinu en verslanir í kring voru rýmdar í kjölfarið.

Flugmaðurinn hafi haft samband við neyðarlínuna klukkan fimm um morgun á staðartíma og tilkynnt þeim um ætlunarverk sitt en flugmaðurinn væri einn um borð í vél að gerðinni Beechkraft King Air 90. CNN greinir frá þessu.

Vélin er sögð hafa lent harkalega á engi nærri Ripley í Mississippi klukkan 10:20 á staðartíma en löggæsluaðilar hafi umkringt flugmanninn þegar lendingu lauk. Alríkislögreglan í Jackson í Mississippi tók þátt í aðgerðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -