Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Flugvél á leið til Ibiza varð að lenda í Frakklandi vegna slagsmála um borð – MYNDSKEIÐ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ringulreið braust út í flugi á leið til Ibiza frá Manchester-borg eftir að farþegar um borð byrjuðu að slást.

Flugvél á leið til Ibiza neyddist til að millilenda á Toulouse-Blagnac-flugvöllinn í Suður-Frakklandi, eftir að slagsmál brutust út um borð. Myndskeið sem tekið var af öðrum farþegum sýnir augnablikið þegar lögreglan fór um borð í vélina eftir að hún lenti um klukkan 21:00 í gærkvöldi að breskum tíma.

Þá sést einnig í myndskeiðinu að einum manni var fylgt út úr flugvélinni á meðan aðrir farþegar heyrðust hrópa. Nokkrir aðrir sáust taka atvikið upp á símum sínum.

Annað myndband sýnir farþega loka ganginum þegar starfsfólk flugfélagsins barðist við að ná aftur stjórn á ástandinu. Manchester Evening News hafði eftir farþeganum Jamal Stewart, 30, frá Leeds: „Það var gaur handtekinn sem að slást við konu og svo stoppuðum við í Frakklandi. Hann var handtekinn og hún missti sig og fór að rífast í öllum.“

Annar farþegi, Max Ramsons sagði að maður hefði „byrjað með vesen“ áður en „slagsmál“ brutust út um borð, þannig að vélinni hafi verið snúið til Toulouse.

Flugvélin var fyllt af eldsneyti og yfirgaf franska flugvallinn um 90 mínútum síðar og hélt leið sinni áfram að spænsku eyjunnar.

- Auglýsing -

Hér má sjá myndband af atvikinu:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -