Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Einkaþotu Prigozhin flogið til Moskvu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöld flaug Embraer Legacy 600 flugvél með númerinu RA-02795 frá herstöð nærri Minsk í Belarús, í átt til Moskvu. Talið er að flugvélin sé í eigu Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagner-sveitarinnar.

Samkvæmt rússneska útlagafréttamiðlinum Meduza sagði óháði eftirlitshópurinn Beraruski Hajun frá því að viðskiptaþotan hafi yfirgefið herstöðina klukkan 22:39 að staðartíma í gærkvöldi og hafi tekið stefnuna á Moskvu. Flugvél Prigozhin var um 14 klukkustundir og 59 mínútur á Machulishchy flugherstöðinni, samkvæmt eftirlitshópnum. Samkvæmt FlightRadar24 hafði flugvél Prigozhin farið yfir landamæri Belarús og Rússlands og væri að nálgast Moskvu.

Hvergi kemur fram í frétt Meduza að Prigozhin hafi verið staddur í flugvélinni en verður það að teljast mögulegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -