Í gærkvöld flaug Embraer Legacy 600 flugvél með númerinu RA-02795 frá herstöð nærri Minsk í Belarús, í átt til Moskvu. Talið er að flugvélin sé í eigu Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagner-sveitarinnar.
Samkvæmt rússneska útlagafréttamiðlinum Meduza sagði óháði eftirlitshópurinn Beraruski Hajun frá því að viðskiptaþotan hafi yfirgefið herstöðina klukkan 22:39 að staðartíma í gærkvöldi og hafi tekið stefnuna á Moskvu. Flugvél Prigozhin var um 14 klukkustundir og 59 mínútur á Machulishchy flugherstöðinni, samkvæmt eftirlitshópnum. Samkvæmt FlightRadar24 hafði flugvél Prigozhin farið yfir landamæri Belarús og Rússlands og væri að nálgast Moskvu.
Hvergi kemur fram í frétt Meduza að Prigozhin hafi verið staddur í flugvélinni en verður það að teljast mögulegt.