- Auglýsing -
Tárvotur Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, átti sjáanlega erfitt með sig þegar hann söng viðlagið við lag sveitarinnar, Times Like These. Línurnar, Það er á tímum sem þessum sem þú lærir að elska upp á nýtt.
Minningartónleikarnir voru haldnir á stappfullum Wembley-leikvangnum í Lundúnum og áhangendur hughreystu goðið með dynjandi lófataki.
Liðsmenn rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters blésu til minningartónleika í Lundúnum í gær, um Taylor Hawkins, trommara sveitarinnar, sem lést í mars á þessu ári. Margar skærustu stjörnur rokksins voru saman komnar til að heiðra fallinn félaga.
Ungur sonur Hawkins stal senunni á tónleikunum og gaf pabba sínum heitnum lítið eftir á trommunum.