Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Fór á Blink-182 tónleika á meðan leitað er föður hans: „Kunni að vera ósmekklegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitin að kafbáti á vegum OceanGate sem missti samband við stjórnstöð tæpum tveimur tímum eftir að sjóferð hófst í átt að braki Titanic stendur enn yfir. Einn farþega kafbátsins sem saknað er er breski könnuðurinn og auðkýfingurinn Hamish Harding.

TMZ greinir frá því að stjúpsonur Hamish, Brian Sazsz, láti leitina að stjúpföðurnum ekki stoppa sig í að fara á tónleika með uppáhalds hljómsveitinni sinni, Blink-182.

Í gærmorgun setti Brian fram stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann lýsir því yfir að stjúpfaðir hans sé týndur í kafbáti og hann beini hugsunum sínum og bænum að því að björgunarleiðangurinn muni heppnast.

Nokkrum mínútum síðar opinberar hann svo á Facebook að hann sé staddur á Blink-182 tónleikum í San Diego þar sem hann skrifar að það kunni að vera ósmekklegt að hann sé staddur á tónleikunum en að fjölskylda hans myndi vilja að hann væri þar því hljómsveitin væri uppáhaldið hans og tónlist hjálpi honum í gegnum erfiða tíma. Með stöðuuppfærslunni birtir hann svo mynd af sér brosandi við sölubás fyrir utan tónleikastaðinn.

Mynd: Facebook/Brian Sazsz

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -