Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Forsetaframbjóðandi lifði af bílasprengju í Rússlandi: „Viðbjóðsleg árás öfgafullra Nasista“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðernissinnaði stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Zakhar Prilepin slasaðist alvarlega er sprengja sprakk í bifreið hans í rússnesku borginni Nizhny Novgorod í morgun. Samkvæmt fjölmiðlum var dóttir hans einnig í bílnum en hún komst út úr honum áður en sprengjan sprakk.

Zakhar Prilepin

Fram kemur í rússneska útlagamiðlinum Meduza, að bílstjórinn sem einnig er lífvörður hins rússneska stjórnmálamanns, lést í sprengingunni. Hann hafði áður barist fyrir sjálfstæði Luhansk.

Prilepin var að ferðast til Moskvu frá herteknu borgunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu en stoppaði á kaffihúsi í Nizhny Novgorod á leiðinni. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í bíl hans á meðan hann át á kaffihúsinu. Samkvæmt Telegram-rásinni Shot var sprengjunni komið fyrir undir húddi bifreiðar Prilepin og sprakk um leið og ekið var frá kaffihúsinu. Sprengjan skyldi eftir sig gíg og dreifðust brök úr bifreiðinni í allt að 50 metra fjarlægð.

Misvísandi fregnir af ástandi Prilepin

Ástand Prilepin er alvarlegt en hann mun fara í skurðaðgerð í sjúkrahúsi í Nizhny Novgorod. Fregnir af heilsu hans hafa verið misvísandi en borgarstjóri Nizhny Novgorod, Gleb Nikitin sagði að rithöfundurinn væri „í lagi“. Neyðarþjónustur á svæðinu staðfestu síðar að Prilepin hefði slasast. Samkvæmt TASS-miðlinum slasaðist Prilepin á báðum fótleggjum og fullyrti úkraínski bloggarinn Anatoly Shariy, sem er hliðhollur Kremlin, að báðir fótleggir Prilepin hefðu verið teknir af honum í skurðaðgerð. Fréttamiðillinn RIA Novosti hafði hins vegar eftir lögreglumönnum að Prilepin hafi hlotið beinbrot og heilahristing.

Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk en talsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta neitað að tjá sig um málið. Það gerði hins vegar Dmitry Medvedev, varaformaður öryggisráðs Rússlands og fyrrverandi forseti landsins en hann kallaði árásina „viðbjóðslega árás framkvæmd af öfgafullum Nasistum.“

- Auglýsing -

Tveir eru í haldi lögreglunnar í Nizhny Novgorod, grunaðir um árásina, eftir rannsókn yfirvalda á svæðinu. Hefur lögreglan haft það verkefni að stoppa „öll grunsamleg farartæki.“ Samkvæmt heimildarmanni Interfax hafði hinn grunaði elt Prilepin en samkvæmt sama heimildarmanni er hann um þrítugt og passar við lýsinguna á þeim sem var sagður hafa sést fyrir utan heimili Prilepin í Nizhny Novgorod. Bætti hann við að önnur manneskja sem hafi „sést nálægt þorpinu í bifreið sem hafði engin bílnúmer“, sé enn leitað.

Játningar liggja fyrir

Síðar í dag játaði annar hinna handteknu, Alexander Permyakov, að hafa sprengt sprengjuna. Segist hann hafa gert það eftir leiðbeiningu frá leyniþjónustu Úkraínu. Segist hann hafa komið sprengjunni fyrir á veginum þar sem Prilepin var að ferðast á og að hann hafi sprengt hana með fjarstýringu.

- Auglýsing -

Stjórnmálakona Ilya Ponomarev sagði að sprengjan hafi verið skipulögð af Þjóðernisher lýðveldisins, sem er meintur hópur Rússa sem vilji koma Pútín frá völdum með ofbeldi. Hópurinn hefur þegar lýst yfir ábyrgð á morðum á áberandi hægrimönnunum Vladlen Tatarsky og Dariu Dugina.

Þá hefur Atesh, hernaðarhreyfing Úkraínumanna og Tatara af Krímskaga, frá hernumdu svæðunum í Úkraínu, einnig játað að eiga sinn þátt í árásinni. Þann 28. janúar birti Atesh hreyfingin eftirfarandi texta á Telegram: „Skipun varðandi Prilepin hefur verið gefin! Við höfum sent út meira en 5.000 skilaboð til okkar manna og til rússneskra hermanna, um að finna og eyða þekktum Rússista (e. Ruscist)“. Í dag, eftir að sprengjan sprakk, tilkynnti Atesh að þeir hefðu „verið að veiða Prilepin frá áramótum,“ og bættu við: „Spár okkar rætast alltaf því við tölum ekki bara, við framkvæmum.“

Forsetaframboð 2024

Þann fjórða maí skrifaði Prilepin á Telegram-rás sína að Oplot-herdeildin sem hann stjórnaði, myndi taka sér frí frá stríðsátökunum. Rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn hóf þátttöku í stríðinu í janúar 2023. Studdi hann rússneska hermenn frá fyrsta degi stríðsins en talsmaður hans sagði að hann stjórnaði „mannúðarstörfum“ í herteknu svæðum Úkraínu.

Prilepin hugðist bjóða sig fram til forseta Rússlands árið 2024 en í ágúst 2022 var hann búinn að opna fjöldi kosningaskrifstofa í Rússlandi sem og í Kherson og Kharkiv. Ein heimild sagði fréttamiðlinum Vedomosti að stjórn Pútíns liti ekki á forsetaframboð Prilepin „jákvæðum augum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -