Nabil Abu Rudeineh, talsmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hefur fordæmt ísraelska samfélagsmiðlareikninga tengda ísraelskum stjórnvöldum sem krefjast innlimunar hins hernumda Vesturbakka og stofnun landnemabyggða á Gaza-svæðinu, að sögn Wafa-fréttastofunnar.
Abu Rudeineh sagði að þessi stefna Ísraels væri það sem leiddi til stríðanna sem „við erum að verða vitni að“.
Hann kallaði eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og Palestínuríki til að axla aftur fulla ábyrgð á hólmlendunni [Vesturbakkanum] á leiðinni í átt að innleiðingu Arabíska Friðarátaksins (e. Arab Peace Initiative) til að koma á öryggi og stöðugleika á svæðinu.
Hann hvatti einnig verðandi Bandaríkjastjórn til að stöðva stefnu Ísraela, aðgerðir og verklagsreglur sem koma ekki á friði á svæðinu.
Abu Rudeineh bætti við að aðgerðir ísraelskra hersveita á Vesturbakkanum, þar á meðal tíðar áhlaup hermanna, árásir ísraelskra landnema og innrásir í Al-Aqsa-moskuna, krefjist brýnna viðbragða frá alþjóðasamfélaginu.