Ryan Giggs mætir í dómsal í dag en hefur hann verið sakaður um að hafa ráðist á bæði fyrrverandi kærustu sína og systur hennar, auk þess að hafa stjórnað lífi kærustu sinnar meðan á sambandi þeirra stóð. Fyrrum knattspyrnumaður Manchester United er sagður hafa beitt Kate Greville stjórnandi og þvingandi hegðun á milli ágúst 2017 og nóvember 2020.
Hann er einnig ákærður fyrir að ráðast á systur Kate, Emmu Greville, með þeim afleiðingum að hún hlaut töluvert mikla áverka. Atvikið er sag hafa átt sér stað á heimili Giggs í Manchester þann 1. nóvember 2020. Hefur Kate haldið því fram að hún hafi þurft að þola ofbeldi af hans hálfu, bæði líkamlegt og andlegt. Giggs hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en lét hann af störfum sem knattspyrnustjóri Wales í júní eftir leyfi frá því í nóvember 2020. Réttarhöldin hefjast í dag í Manchester Minshull Street Crown Court en í yfirlýsingu sagði hann að hann vildi ekki að undirbúningur landsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar í ár yrði fyrir áhrifum vegna málsins.