Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Fötluð samfélagsmiðlastjarna mætir gríðarlegu hatri í athugasemdum:„Þú ættir bara að drekkja honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan Shane Burcaw skrifaði hjartnæma færslu á Facebook á dögunum en þar talaði hann um andstyggilegar athugasemdir sem skrifaðar voru við myndband sem hann birti á samfélagsmiðlum en myndbandið sló rækilega í gegn.

Shane er bundinn við hjólastól en myndbönd sem hann og eiginkona hans, Hannah birta á samfélagsmiðlunum vekja gjarnan athygli fyrir húmor en þau birta einnig myndbönd þar sem þau ræða um fatlanir og hjálpa áhorfendum að skilja betur heim fatlaðra. Fyrir ólympíuleikana í París í ágúst, tóku þau þátt í vinsælu „trendi“ eins og það kallast á ensku, þar sem fólk birti myndskeið af sér þar sem sjá mátti hversu arfaslakir íþróttamenn það væri og við myndskeiðin var yfirleitt ritað eitthvað á borð við „ég náði því miður ekki ólympíulágmarkinu“. Shane og Hannah birtu myndskeið þar sem Hannah kemur Shane varlega ofan í sundlaug en við myndskeiðið skrifaði Shane: „Því miður komst ég ekki í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“.

„Hæ allir, Shane hér. Þetta er sársaukafullt að skrifa, en verður að vera gert. Myndskeið frá okkur hefur nú slegið rækilega í gegn, sem ætti að vera ástæða til þess að gleðjast. Þess í stað neyðir þetta mig til þess að horfast í augu við þá sársaukafullu staðreynd að bókstaflega hundruðir þúsunda manneskja hata mig og telja mig tilgangslausan vegna fötlunar minnar.“ Þannig hefst færsla Shane en því næst útskýrir hann málið:

„Ég skal útskýra … Myndskeiðið er nokkuð einfalt: Það er æði í gangi þar sem fólk birtir fyndin myndskeið þar sem þau sjást mistakast hraparlega í íþróttum, með kaldhæðnum texta þar sem fólk „tilkynnir“ að það hafi ekki náð Ólympíulágmarkinu þetta árið. Þar sem við höfum gaman af því að gera grín að okkur sjálfum, passaði þetta æði fullkomlega við okkur, þannig að við tókum þátt í æðinu og birtum myndskeið af mér „dýfa“ mér í sundlaug, nema að dýfingin mín var augljóslega bara Hannah að leggja mig varlega ofan í vatnið. Textinn minn tilkynnti  að ég hefði „því miður ekki komist í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“. Í besta falli kjánalegt, nokkuð heimskulegt í versta falli, en passaði æðinu fullkomlega.“

Myndbandið sló rækilega í gegn eins og áður segir en nærri því 20 milljónir hafa skoðað það. „Í augnablikinu, hafa nærri því 20 milljónir horft á myndbandið. Í okkar starfi, er það frábær árangur. Ég ætti að vera himinlifandi. Ég ætti að vera stoltur. Ég ætti að vera að fagna. En vitið þið hvað gerir það erfitt fyrir mig að finna þessar tilfinningar? Athugasemdirnar sem birtast í hrönnum við myndbandið. Leyfið mér að deila með ykkur sumu af þeim hrottalega fáfróðu og skelfilega hatursfullu hlutunum sem fólk fann sig knúið til að láta út úr sér við þetta létta og skemmtilega myndband sem ég bjó til.“

Sagt er að grimmasta dýr veraldar sé manneskjan og athugasemdirnar sem Shane birtir næst í færslunni rennur sannalega stoðum undir þá staðhæfingu.

„Í efstu athugasemdinni segir: „Það er alltaf mikilvægt að þvo grænmetið sitt“, en þar er átt við að ég sé grænmeti. Athugasemdin er með yfir 97.000 „læks“. Það þýðir að næstum því hundruð þúsund raunverulegar manneskjur á þessari jörð, eru sammála þessari niðurlægjandi móðgun! Í næstu athugasemd, sem er með 79.000 „læks“ segir: „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þau séu í sambandi“. 10.000 „læks“: „Einn daginn mun hún ekki draga hann aftur upp úr“. Og önnur athugasemd: „Að deita hann er eins og að vinna góðgerðarstarf“. „Þú ættir bara að drekkja honum“. Það eru þúsundir annarra athugasemda í þessa áttina. Þúsundir.“
Shane segist vera þreyttur á að eyða ævinni í að reyna að fá heiminn til að samþykkja sig.„Ég er þreyttur, krakkar. Þreyttur á að eyða öllu lífi mínu í að reyna að fá heiminn til að samþykkja mig. Þreyttur á að helga feril minn því að fræða fólk um hina sönnu upplifun fatlaðra, aðeins til að vera minntur á það – DAGLEGA, af hundruðum þúsunda manna – að ég er enn almennt álitinn „grænmeti“ sem að þeirra mati ætti frekar að vera dauður. Þreyttur á að vera niðurlægður og vísað frá. Mikið magn þessara skelfilegu athugasemda er yfirþyrmandi, svo vinsamlegast, ég bið þig, ekki segja mér að hunsa þau einfaldlega. Þetta er raunverulegt, raunverulegt fólk, með fjölskyldur og störf, með áhrif og atkvæði, sem er úti í heiminum á hverjum degi og geymir þessar algjörlega ógeðslegu hugmyndir um fatlað fólk. Það er sjúklegt.“

- Auglýsing -

Og Shane heldur áfram:

„Það eru augnablik eins og þessi þegar ég vil bara kasta inn handklæðinu. Ég og Hannah höfum gefið heiminum þúsundir klukkustunda af ekta og persónulegu efni um líf okkar. Við höfum unnið af ástríðu og sleitulaust að því að sýna fólki að fatlað líf er jafn gilt, verðugt, þroskandi og gleðilegt og hvert annað, en samt fyllir hatur öll athugasemdakerfi sem við myndböndin sem við búum til.“

Að lokum segist Shane ekki ætla að gefast upp.

- Auglýsing -

„Ég mun þó ekki gefast upp. Þetta er of mikilvægt fyrir mig og það er of mikið í húfi. Þangað til fatlað fólk er tekið af heiminum okkar sem jafningjar, mun ég vera hér, deila fötluðu lífi mínu sem ég hef svo gaman af og þykir vænt um og vona (kannski gegn skynsemi) að það breyti einhverju.
Ég trúi því að fólk geti skipt um skoðun. Ég trúi því að fólk geti vaxið.
Ef þú trúir því líka og ef þú trúir því að það sé enginn staður í þessum heimi fyrir það hatur sem við fáum, þá myndi það skipta mig öllu máli ef þú myndir deila þessari færslu. Berjumst gegn hatri með ást. Þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir allan stuðninginn sem þú gefur okkur. Þú heldur mér svo sannarlega gangandi þegar ég stend frammi fyrir því sem lítur út eins og yfirþyrmandi skrímsli.
Ástarkveðjur, Shane“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -