Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Putin skalf í viðtali Tucker Carlson: „Þetta vekur ekkert nema bros í Kreml“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vladimir Putin Rússlandsforseti virtist nota hönd sína til að halda sjálfandi fæti sínum kjurrum í nýju tveggja klukkutíma viðtali sem Tucker Carlson tók við hann í Kreml.

Fyrrum fréttamaður Fox-fréttastofunnar, Tucker Carlson, tók tveggja klukkutíma viðtal við Vladimir Putin, fyrir þátt sinn The Tucker Carlson Interview sem hann birti á heimasíðu sinni.

Putin, sem er á 72 aldursárinu, sást í viðtalinu nota hönd sína til að hafa stjórn á titrandi fæti sínum í viðtalinu. Þá hóstaði hann reglulega og ræskti sig en sögusagnir af heilsuleysi forsetans hafa verið á kreiki um nokkurra ára skeið. Fyrir utan þessar vísbendingar um heilsu forsetans, vöktu staðhæfingar hans um eitt og annað athygli. Hélt hann því meðal annars fram að Rússar ættu „ofur eldflaugar“ og að fréttamaður Wall Street Journal, Evan Gershkovich, væri „njósnari“.

Nýlega vakti framkoma Putins á fundi sínum með forseta Belarús, Lukashenko, þann 28 janúar, athygli en þar sást hann gretta sig furðulega. Sumir vildu meina að Putin hefði virst ringlaður á fundinum.

Yfirvöld í Kremlin hafa staðfastlega neitað öllum sögusögnum um heilsubresti forsetans, en meðal þess sem haldið hefur verið fram, er að Putin hafi fengið hjartaáfall eða að vegna krabbameins hafi þurft að notast við tvífara hans. Dmitry Peskov, talsmaður Kremlins, segir forsetan við góða heilsu og að sögusagnirnar séu „falsfréttir“ og tekur fram að slíkt vekji kátínu innan veggja Kremlin.

Peskov sagði: „Það er allt í lagi með hann, þetta er algjörlega enn eitt slúðrið. Þessar sögur tilheyra flokki falsfrétta, ræddar af öfundsverðri þrautseigju af fjölda fjölmiðla. Þetta vekur ekkert nema bros í Kreml.“

- Auglýsing -

Viðtal Carlson er fyrst viðtalið sem Vestrænn blaðamaður tekur við Putin, frá því að Rússlandsher réðist inn í Úkraínu fyrir tveimur árum. Í viðtalinu, sem birtist í dag, beindist að mestu að stríðinu í Úkraínu en Putin hélt því fram að innrásin hafi verið mikilvæg svo vernda mætti rússneskumælandi íbúa Úkraínu og til að koma í veg fyrir að Úkraína gengi inn í NATO og ógnaði þannig öryggi Rússlands.

Benti hann á að forseti Úkraínu, Vlodymyr Zelensky, hafi neitað að ræða við Kremlin. Sagði hann einnig að Washington ætti að hætta að útvega Úkraínu vopn og sannfæra Kænugarð, sem hann kallaði bandarískan „gervihnött“, um að setjast niður og semja um frið. „Við höfum aldrei neitað samningaviðræðum. Þið ættuð að segja núverandi yfirvöldum í Úkraínu að hætta og koma að samningsborðinu.“ Á öðrum stað í viðtalinu spurði Putin hvort Bandaríkin ætti við næg vandamál að stríða heima fyrir. „Þið eigið í fullu fangi með vandamál heima fyrir, það eru vandræði við landamærin, þið eruð að kljást við innflytjandavanda og gríðarmiklar skuldir. Af hverju ættuð þið að vera að hjálpa Úkraínu í stríðinu?“

Þá varaði Putin við því að Vesturlöndum muni aldrei takast að valda Rússum „strategískum ósigri“ í Úkraínu og hafnaði ásökunum um að Rússar væru með áform um að ráðast á Pólland eða önnur NATO-ríki.

- Auglýsing -

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -