Leslie Charleson, sem lésk í næstum 50 árum í sápuóperunni General Hospital, er látin, að því er Frank Valentini, framleiðandi þáttarins, staðfesti. Hún var 79 ára.
„Það er með sorg sem ég tilkynni andlát kærs vinar míns og samstarfsmanns, Leslie Charleson,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla í gær, 12. janúar. „Viðvarandi arfleifð hennar hefur spannað næstum 50 ár á General Hospital einum og eins og Monica var hjarta Quartermaines [fjölskylda í þáttunum], var Leslie ástkær móðurímynd fyrir allan leikhópinn og starfsfólkið.
Hann hélt áfram, „Ég mun sakna daglegs spjalls okkar, húmors hennar og ótrúlegrar nærveru á tökustað. Fyrir hönd allra á General Hospital votta ástvinum hennar innilega samúð á þessum erfiða tíma.“
Charleson fæddist í Kansas City, Missouri en hún lék öll unglingsárin á sviði og lærði svo sviðsleik við Bennett-háskólann í New York-fylki.
Hún hóf leikferil sinn í sápuheiminum og lék í þáttum eins og A Flame in the Wind, As the World Turns og Love Is a Many Splendored Thing, þar sem hún var til ársins 1970.
Þó hún hafi komið fram í mörgum gestahlutverkum eftir að hún yfirgaf þáttaröðina, var það ekki fyrr en hún var ráðin á General Hospital árið 1977 til að leika Monicu Bard Webber (síðar Monicu Quartermaine), sem hún fann heimili sitt.
„Ég skrifaði aðeins undir tveggja ára samning og ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði leikkonan við Digital Journal árið 2019 um að hafa gengið til liðs við leikarahópinn. „Þá voru ekki mörg góð kvenhlutverk í boði. Þetta var ótrúlegur tími og þetta var sterkur efniviður til að leika.“
Og samband hennar í þættinum við eiginmanninn Alan Quartermaine, leikinn af Stuart Damon, var í uppáhaldi hjá aðdáendum þáttarins, jafnvel þrátt fyrir allar sveiflur í sambandinu, eitthvað sem leikararnir skemmtu sér við að gera út á.
„Við notuðum alvöru kinnhesta,“ játaði Charleson – sem í raunveruleikanum var gift Bill Demms frá 1988 til 1991, fyrir People árið 2023 er hún fagnaði 60 ára afmæli seríunnar. „Stuart var alltaf hræddur um að ég myndi taka út úr honum augað. Ég myndi gera platkinnhest á æfingum, en þegar við fórum að taka upp fór það allt út um gluggann.“
Þó að læknirinn Monica hafi verið talin slæm manneskja í þáttunum, talaði Charleson oft um hversu ánægjulegt það hafi verið að túlka hana, sérstaklega eftir að Monica greindist með brjóstakrabbamein árið 1994.
„Barátta Monica við brjóstakrabbamein var bara svo ótrúlega spennandi,“ sagði Charleson við FBJ Fit árið 2020. „Að takast á við raunverulegt vandamál sem hrjáir svo margar konur og fjölskyldur þeirra og að geta sýnt baráttuna og vandamálin sem þær standa frammi fyrir, var eitthvað sem ég er svo stolt af. Þetta var þreytandi og ótrúlega erfið vinna, en viðbrögðin við söguþræðinum voru sannarlega auðmýkjandi.“
Charleson talaði oft af mikilli væntumþykju um feril sinn og tíma sinn í þáttunum. Þar sem hún gekk til liðs við General Hospital árið 1977 og lék í þeim til 2023, þó að hún hafi lítið komið fram í þeim síðustu árin vegna tíðra falla hennar, státaði hún af lengsta starfstíma allra leikara þáttarins, samkvæmt Variety.
„Ég elska þetta starf virkilega,“ sagði hún við Soap Opera Digest árið 2001. „Horfðu á þetta með þessum hætti, hvaða betri vinnu geturðu gert en að fara á fætur á morgnana, rúlla fram úr rúminu, henda sér í eitthvað og láta einhvern sjá um útlit þitt og hvernig þú klæðir þig og hvað þú segir? Hversu miklu þakklátari gætirðu verið?“ Bætti hún svo við: „Ekki slæmt, alls ekki slæmt.“