Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Fræga fólkið gagnrýnt fyrir að sóa vatni í Los Angeles: „Þú ert brandari!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar eldarnir geisa í Los Angeles hefur meint vatnsóun fjölda fræga persóna þar í borg valdið mikilli reiði.

Frægt fólk á borð við Kim Kardashian hafa verið skotmörk á netinu fyrir „forréttindastæla“ eftir að hafa verið sökuð um að sóa vatnsbirgðum. Vatnsverndarráðstafanir voru gerðar í L.A. árið 2022.

Reglurnar fólu í sér að íbúum var aðeins leyft að vökva garðana sína tvisvar í viku og aðeins í átta mínútur í senn. Hins vegar hafa sumir haldið því fram að frægt fólk hafi hunsað þessa reglu og sagt að þeir hafi hugsanlega sóað mikilvægum vatnsauðlindum sem hefði verið hægt að nota til að berjast gegn hinum gríðarlegum skógareldum sem nú geisa í borginni.

Raunveruleikastjarnan Kim, sem á 60 milljón dollara eign í The Oaks, var áður dæmd til að borga háa sekt fyrir ofnotkun sína á vatni. Svæðið er nálægt miðju þeirra hörmulegu elda sem hafa gengið yfir á svæðinu. Árið 2022 var Kim sektuð fyrir að nota 232.000 lítra meira af vatni en leyfilegt var. Aðrar stjörnur sem hafa verið sektaðar vegna ofnotkunar eru Sylvester Stallone og Kevin Hart.

Þrátt fyrir að Kim hafi að sögn sett upp nýjar vatnssparandi ráðstafanir í kjölfar sektar hennar, hafa sumir gagnrýnt hegðun hennar og annarra stjarna. Nágranni Kim sagði í samtali við Mail on Sunday: „Þessir frægu einstaklingar finnst þeir merkilegri en aðrir. Öllum var sagt að draga úr notkun á vatni einmitt fyrir þessar aðstæður, til að varðveita það til að berjast gegn eldum. Þeir héldu áfram að vökva vegna þess að þeir höfðu efni á sektunum.“

Þrátt fyrir reiðina var systir Kim, Khloe Kardashian, meðal frægs fólks sem gagnrýndi stjórnmálamenn Los Angeles-borgar í miðjum hörmungunum. Hún kallaði meðal annars Bass borgarstjóra „brandara“. Khloe fór á Instagram og deildi bút af viðtali við Gigi Graciette sem deildi áhyggjum sínum og endurómaði orð slökkviliðsstjórans Kirstin Crowley. Slökkviliðsstjórinn hafði áður lastað forystu borgarinnar.

- Auglýsing -

Í reiðilestrinum hafði hún viðurkennt að forystan hefði brugðist þeim sem urðu fyrir áhrifum eldanna og komið í veg fyrir að slökkvilið L.A. gæti unnið starf sitt að fullu. Og Khloe var sammála því og sagði: „Ég stend með ÞÉR Crowley slökkviliðsstjóri!!!! Þú sagðir sannleikann og þú varst með tár í augunum því ég get sagt að þú vildir ekki einu sinni segja það en þetta var SANNLEIKURINN!!!! Þakka þér fyrir að vera heiðarleg @losangelesfiredepartmnet. Crowley borgarstjóri, þú ert brandari!!!!“ Síðan bætti hún við fleiri færslum þar sem hún hrósaði björgunarsveitunum fyrir viðleitni þeirra.

Embættismenn hafa staðfest að tala látinna af völdum skógareldanna í Kaliforníu er kominn upp í 16.

Hér má sjá þau svæði sem enn brenna í Los Angeles.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -