Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Frægasta steratröll heims látið aðeins 36 ára: „Ég eyddi hverjum degi við hlið hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn frægasti sterabolti heims, Belarússinn Illia „Golem“ Yefimchyk er látinn aðeins 36 ára.

Illia „Golem“ Yefimchyk, sem stundum var kallaður „heimsins hrikalegasta vöðvatröll“ borðaði sjö sinnum á dag og neytti um það bil 16.500 hitaeininga, þar af 108 stykki af sushi og 2,5 kíló af steik. Var hann einnig þekktur sem „340 punda dýrið“ sem og sá stökkbreytti, en hann var 185 sentimetrar á hæð og státaði af 61 tommu bringu og 25 tommu upphandleggsvöðva.

Hann tók 272 kíló í bekkpressu, 317 kíló í réttstöðulyftum og 317 kíló í hnébeygju. Þó að hann hafi ekki keppt í atvinnumennsku, varð hann að einhvers konar íkoni á samfélagsmiðlum með meira en 300.000 Instagram-fylgjendur með aðdáendum sem töldu hann ögra mörkum mannlegrar getu.

Í skóla í Hvíta-Rússlandi var hann að sögn 70 kg að þyngd og gat híft sig upp. „Umbreytingin mín er afleiðing margra ára erfiðrar þjálfunar og aga, ásamt skilningi á líkamsrækt og næringu,“ sagði hann. „Hlutverk mitt er að innræta vinnusiðferði í fólki svo það geti sigrast á og stjórnað ótta sínum á sama tíma og það vinnu í því af öryggi að bæta sjálft sig og þá sem eru í kringum það.

Hann er sagður hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu þann 6. september. Anna kona hans hnoðaði hjarta hans á meðan hún beið eftir sjúkrabílnum. Vöðvatröllið var flutt á sjúkrahús með þyrlu. „Ég bað til Guðs allan þennan tíma í von um að Illia myndi jafna sig,“ sagði hún við Belrússnesku vefsíðuna Onliner.

„Ég eyddi hverjum degi við hlið hans í von um að hjarta hans byrjaði að slá aftur í tvo daga, en læknirinn sagði mér þær hræðilegu fréttir að heilinn hans hefði dáið.“

- Auglýsing -

Hún sagði eftir andlát hans: „Ég þakka öllum fyrir samúðarkveðjurnar. Það er mjög hugljúft að átta sig á því að ég er ekki ein eftir í þessum heimi og svo margir hafa boðið mér hjálp og stuðning.“ Rússneska dagblaðið Kommersant sagði: „Þann 6. september fékk íþróttamaðurinn hjartaáfall og féll í dá.“

Andlát hans var staðfest 11. september. Kennari hans í skóla hvatti hann áfram í æsku en Illia hafði verið innblásinn af líkamsbyggingu Arnolds Schwarzenegger og Sylvester Stallone. Markmið hans áður en hann dó var að ná 380 pundum.

Hann bjó fyrst í Belarús, þar á eftir í Tékklandi, Bandaríkjunum og Dubai. Hann er ekki fyrsti lyftingarkappinn sem hefur dáið ungur nýlega og fráfall hans mun líklega leiða til spurninga um heilsufarsáhættu sem tengist líkamsbyggingu að nýju. Nýlega lést Brasilíumaðurinn Antonion Souza, 26 ára, og breski lyftingakappinn Neil Currey, 34 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -