Fjölskylda Eriks og Lyle Menendez rífur Nathan Hochman héraðssaksóknara í Los Angeles sýslu í sig og segja að hann sé að opna gömul sár og þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis með nýjustu ummælum sínum um mál þeirra.
Anamaria Baralt, frænka Eriks og Lyle og systurdóttir Jose Menendez föður þeirra, segir í samtali við slúðurmiðilinn TMZ að frávísun Hochmans á tveimur nýjum sönnunargögnum sem tengjast kynferðislegu ofbeldi sé „viðbjóðsleg“.
Héraðssaksóknarinn hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði að Menendez-bræðurnir ættu ekki skilið ný réttarhöld, jafnvel þó að þeir haldi því fram að þeir hafi nýjar sannanir sem sýna að þeir hafi verið misnotaðir af Jose áður en þeir myrtu foreldra sína.
Hochman sagði að fullyrðingarnar um kynferðisofbeldi skipti ekki máli fyrir morðmálið, eitthvað sem fer ekki vel í fjölskyldu Eriks og Lyle.
Anamaria sagði eftirfarandi við TMZ: „Að gefa í skyn að áralöng misnotkun hafi ekki getað leitt til harmleiksins árið 1989 er ekki bara svívirðilegt, heldur líka hættulegt. Misnotkun verður ekki til í tómarúmi. Hún skilur eftir varanleg ör, endurstillir heilann og fangar fórnarlömb í vítahring ótta og áfalla. Að segja að það hafi ekki gegnt neinu hlutverki í verknaði Erics og Lyle, hunsar áratuga sálfræðirannsóknir og grundvallarskilning á mannlegri hegðun.“
Hún bætti við: „Hann er ekki bara að hafna reynslu Eriks og Lyle, hann er að þagga niður í þolendum alls staðar sem vita hvernig það er að vera ekki trúað, hunsuð og látin endurupplifa hryllinginn af kerfi sem er hannað til að vernda þá.“
Erik og Lyle halda því fram að þeir hafi ný sönnunargögn sem sýna að þeir hafi verið misnotaðir en um er að ræða bréf sem Erik sendi frænda sínum sem sagt er skrifað árið 1988, þar sem Erik ræðir kynferðisofbeldi, auk bréfs frá meðlim Menudo-fjölskyldunni sem heldur því fram að Jose hafi misnotað hann á níunda áratugnum.
Hochman sagði að misnotkunarkröfurnar breyti engu um það sem gerðist þegar Erik og Lyle voru dæmdir fyrir að myrða foreldra sína en frænka þeirra segir að Hochman sé að „reyna að grafa sannleikann um misnotkun þeirra“.