Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Frakklandsforseti boðar Evrópuleiðtoga á neyðarfund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frakklandsforseti hefur boðað Evrópuleiðtoga til neyðarfundar vegna stríðsins í Úkraínu.

RÚV segir frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi í gær rætt við leiðtoga nokkurra Evrópuríkja um að halda neyðarfund vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Nokkrir leiðtogar hafa staðfest að hafa fengið boð á fund Macrons.

Óttast leiðtogar innan Evrópu að fá ekki að taka þátt í samningaviðræðum um endalok stríðsins, sérstaklega eftir að erindreki Bandaríkjanna sagði akkurat það á öryggisráðstefnunni í Munchen í fyrradag.

Í erlendum miðlum segir að nú þegar hafi framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins sem og leiðtogar frá Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi og Ítalíu fengið boð á neyðarfundinn en búist er við að hann verði haldinn í París á morgun.

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer hefur staðfest við breska fjölmiðla að hann myndi mæta á fundinn. Síðar í vikunni hyggst hann ræða efni fundarins við Donald Trump í heimsókn sinin til Bandaríkjanna síðar í vikunni. Að fundinum loknum er búist við að Evrópuleiðtogarnir ræði við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta.

Ennfremur sagði Starmer að ljóst sé að Evrópa þurfi að gegna stærra hlutverki en áður innan Atlantshafsbandalagsins og vinna með Bandaríkjunum að friðarumleitunum í Úkraínu.

- Auglýsing -

„Við getum ekki leyft neinni sundrun innan bandalagsins að leiða athygli okkar frá utanaðkomandi óvinum,“ sagði Starmer við breska fjölmiðla.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -