Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Framleiðslukeðjur slitna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó flestir spái því, að það verði ekki látið gerast, að Bretland gangi úr ESB án samnings eða ítarlegrar áætlunar um hvernig eigi að takast á við það, þá er heldur ekkert sem segir að það geti ekki gerst. Sé litið yfir atburði síðustu mánaða, þá liggur fyrir að engin áætlun, sem hefur nægilega mikinn stuðning stjórnmálamanna, getur orðið leiðarvísir út úr stöðunni.

 

Afleiðingar útgöngu án samnings eru taldar verulega alvarlegar. „Líklegt er að viðskipti milli Bretlands og ESB yrðu erfiðari og dýrari og framleiðslukeðjur þvert á landamæri yrðu í uppnámi. Þetta, ásamt hindrunum á för vinnandi fólks yfir landamæri, er líklegt til að hafa neikvæð áhrif á framleiðnivöxt og hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Við bætist aukin óvissa og hækkandi áhættuálag á fjárskuldbindingar sem líklega hægir enn frekar á innlendri eftirspurn.

Gengi pundsins myndi að öllum líkindum lækka sem myndi leiða til hækkunar innflutningsverðs og haldi kjölfesta verðbólguvæntinga ekki gæti Englandsbanki þurft að hækka vexti til að halda verðbólgu í skefjum sem myndi dýpka efnahagssamdráttinn enn frekar. Breska þjóðhagsstofnunin, NIESR, hefur birt mat á þjóðhagslegum áhrifum útgöngu Breta án samnings á breskan efnahag. Samkvæmt niðurstöðum þeirra gæti breska pundið lækkað um u.þ.b. 10% og landsframleiðslan í Bretlandi minnkað um liðlega 3% fram til ársins 2022 í samanburði við útgöngu sem fæli í sér að meginhluta núverandi sambands Bretlands og ESB yrði viðhaldið næstu ár,“ segir í Peningamálum.

Smithætta

Bretland hefur í gegnum tíðina verið eitt stærsta viðskiptaland Íslands. Sé miðað við tölurnar í fyrra var Bretlandsmarkaður með um 10 prósenta hlutdeild í útflutningi, en þar vega viðskipti með sjávarafurðir þungt. Evrusvæðið allt er með 45 prósent hlutdeild í útflutningi. Samkvæmt því sem fram kemur í Peningamálum er áhættan vegna Brexit því verulega mikil, þar sem viðskiptasamband Bretlands við Evrópu er mikilvægt okkar hagsmunum.

Ítarleg fréttaskýring eftir Magnús Halldórsson um Brexit-áhættuna er í nýjasta tölublaði Mannlífs og á kjarninn.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -