Listunnandinn og borgarfulltrúi í Helsinki sem ber ábyrgð á menningar- og afþreyingarmálum borgarinnar, Paavo Arhinmäki, var gripinn glóðvolgur við gerð götulistar ásamt félaga sínum í lestargöngum finnsku höfuðborgarinnar.
Götulist getur bæði talist til afþreyingar og menningar, en hún er ólögleg í Finnlandi nema á afmörkuðum stöðum en lestargöngin teljast alls ekki til slíkra staða.
Í yfirlýsingu baðst borgarfulltrúinn afsökunar á því sem hann kallaði heimskan fíflaskap og baðst fyrirgefningar en hann og vinur hans höfðu lengi verið aðdáendur götulistar í borginni.
Lögreglurannsókn er enn í gangi sem mun ákvarða stöðu hans gagnvart lögum og hvaða afleiðingar þetta mun hafa en hann á að minnsta kost yfir höfði sér sekt.