Í kvikmyndum gerist það einstaka sinnum að persónur festi tungu sína við ljósastaur eða álíka í miklu frosti. Fullur karlmaður fékk að kynnast þessari upplifun á sinn einstaka máta þann 12. janúar á þessu ári.
Forsaga málsins er að maðurinn var að skemma sér á veitingastaðnum East Village Pub & Eatery í Alberta-héraði í Kanada. Þegar leið á kvöldið byrjaði hann að rífast við aðra gesti staðarins og endaði rifrildið fyrir utan barinn. Eitthvað var um stympingar á milli gesta og endaði maðurinn með buxurnar á hælunum og datt í kjölfarið á ískalda jörðina þar sem typpi mannsins festist við klakann sem var þar fyrir.
Hringja þurfti á sjúkrabíl eftir að ekki tókst að losa manninn og náðu sjúkraflutningsmenn að losa fulla manninn án þess að honum yrði meint af. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn en ákveðið var að hann yrði ekki ákærður fyrir hegðun sína.