Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti á miðvikudag að þeir hefðu fundið átta ára stúlku sem hafði verið numin á brott fyrir fjórum árum síðan. Stúlkan, Aranza Maria Ochoa Lopez, var komið fyrir á fósturheimili árið 2017 eftir að móðir hennar hafði verið sökuð um ofbeldi gegn henni. Móðirin var svipt forræði en fékk að hitta hana undir eftirliti.
Árið 2018 fékk móðirin að hitta stúlkuna í verslunarmiðstöð í borginni Vancouver í Washington-ríki. Þá hafi hún beðið um að fara með stúlkuna á salerni en í stað þess tókst henni að koma stúlkunni út og keyrði með hana til Mexíkó. Ári síðar var móðirin handtekin í Mexíkó og dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir ránið. Dóttirin fannst hins vegar hvergi á þeim tíma. Á miðvikudag greindi FBI frá því að stúlkan væri loks fundin, heil á húfi, og hefur hún verið flutt aftur til Bandaríkjanna í öruggt skjól.