Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Fyrrum varnarmálaráðherra Ísraels talar um „þjóðernishreinsanir“ – Yfir 40 drepnir í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Moshe Ya’alon, hefur aftur gagnrýnt stefnu Ísraels í norðurhluta Gaza og segist standa við fyrri ummæli þar sem hann sakaði Ísrael um að fremja „þjóðernishreinsanir“ á svæðinu.

„Ég tala fyrir hönd herforingjanna sem þjóna á norðurhluta Gaza, þar sem stríðsglæpir eru framdir,“ sagði Ya’alon við ísraelska fjölmiðla. „Ísraelskir hermenn stofna lífi sínu í hættu og munu eiga yfir höfði sér mál fyrir sakadómi.“

Hann gagnrýndi einnig  fjármálaráðherra Ísraels, öfgahægrimanninn Bezalel Smotrich, og sagði hann „vera stoltan af tækifærinu til að fækka íbúum Gaza um helming og hafa ekkert siðferðislega á móti því að valda dauða 2 milljóna Gazabúa.“

Smotrich hafði lýst því yfir fyrr í vikunni að helmingur íbúa Gaza gætu verið „hvattir“ til að yfirgefa Gaza-ströndina innan tveggja ára.

Tugir manna drepnir í flóttamannabúðum í gær

Meira en 40 Palestínumenn voru drepnir í fyrrakvöld þegar ísraelskir hermenn réðust á sex hæða byggingu í Jabalia-flóttamannabúðunum.

- Auglýsing -

Það eru engin almannavarnateymi, engir sjúkraliðar, engir sjúkrabílar starfandi á norðurhluta Gaza-svæðisins. Nágrannar þeirra eða ættingjar fólksins fundu líkin.

Að sögn fólks þar eru margir enn fastir undir rústunum, en engin almannavarnateymi eru til staðar svo enginn getur bjargað þeim. Þar reynir fólk að gera það með berum höndum.

Ísraelskir hermenn hafa einnig gert skotárás á svæðið í kringum Kamal Adwan-sjúkrahúsið.

- Auglýsing -

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ísraelskir hermenn hafa gert árásir á þetta sjúkrahús. Þeir réðust áður inn og neyddu fólk og læknateymi til að yfirgefa hana.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -