Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fyrrverandi Wagner-liði skaut mann til bana á veitingastað – Kláraði svo matinn sinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi málaliði í rússneska Wagner-hópnum skaut mann til bana á veitingastað í St. Pétursborg og hélt svo áfram að borða.

Í gær skaut fyrrverandi málaliði úr Wagner-hópnum viðskiptafélaga sinn til bana á veitingastað í St. Pétursborg. Eftir morðið hélt hann áfram að borða. Maðurinn var fenginn í Wagner-hópinn beint úr fangelsi á sínum tíma.

Morðið náðist á öryggismyndavél en myndskeiðið birtist á fréttamiðlinum Bumaga en þar sést maður draga upp skammbyssu og skjóta mann sem sat á móti honum á veitingastaðnum. Fórnarlambið stekkur upp en dettur svo í gólfið. Skotmaðurinn gengur þá að honum í rólegheitunum og skýtur hann nokkrum sinnum í viðbót áður en hann gengur aftur að borðinu og heldur áfram að borða matinn sinn.

Að sögn fréttasíðunnar Fontanka, heitir skotmaðurinn Alexey Isakov en hann er fertugur fyrrverandi Wagner-liði sem sat inni fyrir þjófnað áður en hann fór til Úkraínu. Samkvæmt miðlinum sagði hann fórnarlambið hafa skuldað sér sjö milljónir rúbla eða um 10,4 milljónir króna. Isakov var handtekinn stuttu eftir atvikið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -