Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fyrsti bjórinn í Lundúnum í fjögur hundruð ár: „Við erum himinlifandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjórungi sást í Lundúnum í sumar en það er í fyrsta skipti í afar langan tíma.

Telja líffræðingar að um sé að ræða fyrsta bjórinn eða bifurinn eins og nagdýrið er stundum kallað, sem fæðist í Lundúnum í hundruði ára. Enfield-ráðið hóf átak árið 2022 sem fól í sér að koma bjórnum aftur í höfuðborgina eftir fjögur hundrað ára hlé.

Það er fátt betra en ískaldur bjór. Dýrið bjór er einnig mikilvægt.

Framtakið er hluti af víðtækari endurnýjun og náttúrulegri flóðastjórnunarverkefni.

Capel Manor-háskólinn mun, með aðstoð Beaver Trust-samtakanna, fanga hinn unga bjór og gera á honum ítarlega heilsufarsskoðun með sérhæfðum dýralækni. Mun dýralæknirinn einnig staðfesta kyn þess, sem á þessu stigi er enn óvitað.

Bjórar voru veiddir þar til þeir dóu út í Englandi en hafa nýverið verið komið fyrir á vissum svæðum landsins.

Rick Jewell, meðlimur umhverfisdeildar í Enfield-ráðinu sagði: „Dugnaður bjóranna við að búa til náttúrulegt votlendisvistkerfim mun hjálpa stórvægilega við flóðavarnir, verja nærumhverfið og hundruði heimila frá flóðum niðurstreymis til suðausturhluta hverfisins, og á sama tíma ýta undir líffræðilegan fjölbreytileika.“

Dýrasöfnunarstjóri Capel Manor-háskólans, Meg Wilson sagði: „Við erum himinlifandi yfir þessum nýja íbúa. Við höfum séð þróunina hjá bjórunum og hversu mikið þeir hafa bætt votlendið. Nú erum við að einbeita okkur í að safna gögnum, sem við vonum að muni sýna fram á jákvæð áhrif bjóranna á náttúruna.“

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt BBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -