Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gagnrýna FIFA fyrir að leyfa Ísrael að keppa við Ísland – FIFA svarar ekki spurningum Al Jazeera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Palestínskir knattspyrnumenn, embættismenn og aðdáendur hafa gagnrýnt FIFA fyrir að hafa ekki refsað og bannað Ísrael vegna áframhaldandi sprengjuárása á Gaza, þar sem að minnsta kosti 31.000 manns hafa verið drepin, þar af að minnsta kosti 13.000 börn, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu.

Í kvöld mætir Ísland Ísrael í Ungverjalandi í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu karla en ákvörðun FIFA að leyfa Ísrael að keppa, hefur verið gagnrýnd víða.

Kröfur Palestínumanna og stuðningsmanna þeirra um að heimsstjórn íþróttarinnar beiti sér gegn Ísrael hefur farið vaxandi á undanförnum mánuðum, þar sem samanburður hefur verið gerður við tafarlausa og staðfasta afstöðu þeirra til að banna Rússlandi og rússneskum knattspyrnufélögum frá allri alþjóðlegri knattspyrnustarfsemi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpum tveimur árum.

Rússland voru sterkir í úrslitakeppni HM í Katar 2022 en var umsvifalaust reknir úr keppni af FIFA eftir innrásina í Úkraínu. Var það ákvörðun sem gerðardómur íþróttamála staðfesti.

Annað má segja um afstöðu FIFA gagnvart Ísrael en næstum sex mánuðum eftir að stríðið á Gaza hófst, hefur FIFA verið þögult og mun Ísrael mæta Íslandi í fyrsta leik undankeppni EM 2024. Vegna átakanna hefur verið leyft að leika heimaleik Ísraels á hlutlausum velli í Búdapest í Ungverjalandi. FIFA hefur viðurkennt að hafa tekið við beiðnum Al Jazeera fréttastofunnar um athugasemdir en hefur ekki svarað fyrirspurnum.

Sú staðreynd að leikurinn muni fara fram hefur einnig vakið spurningar frá þjálfara Íslands,
Åge Hareide, sem óttast afleiðingar fyrir Ísland ef þeir neiti að taka þátt. „Ég myndi hika við að leika Ísrael vegna þess sem er að gerast á Gaza og vegna þess sem þeir hafa gert konum, börnum og öðrum saklausum borgurum. Þetta ætti ekki að gerast og við ættum ekki að spila þennan leik ef þú spyrð mig,“ sagði Hareide, við PressTV fyrir nokkru. „Þetta er mjög, mjög erfitt og það er erfitt fyrir mig að þurfa að hætta að hugsa um þessar myndir sem við sjáum á hverjum degi. Ef við spilum ekki verðum við í banni og hættum á frekari refsingu fyrir að leika ekki við aðra aðildarþjóð.“

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -