Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gary Sinise minnist sonar síns: „Hann háði langa baráttu sem tók alltaf meira og meira frá honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Gary Sinise birti hjartnæm minningarorð um son sinn, sem lést fyrr á árinu eftir fimm ára barátttu við sjaldgæfa tegund krabbameins.

„Eins og allar fjölskyldur sem lenda í slíkum missi, erum við niðurbrotin og höfum reynt að herða okkur eins og við getum,“ skrifaði Forrest Gump leikarinn í virðingu til sonar síns. „Sem foreldrar er svo erfitt að missa barn.“

Actor Gary Sinise penned a heartfelt letter honoring his son McCanna Anthony Sinise, who died earlier this year after a five-year battle with a rare cancer.

Læknar greindu son Sinise, McCanna Anthony Sinise, oftast kallaður Mac, með sjaldgæft mænukrabbamein, sem ber heitið chordoma, árið 2018. Á sama tíma var eiginkona Sinise, Moira, greind með þriðja stigs brjóstakrabbamein. „Sumarið 2018 var sérstaklega krefjandi tími fyrir fjölskyldu okkar,“ skrifaði Sinise.

Um 300 Bandaríkjamenn greinast með chordoma á ári hverju, samkvæmt Chordoma stofnuninni.

„Í 70 prósent tilvika er hægt að fjarlægja upphafsæxlið og það er læknað,“ skrifaði Sinise. „En í 30 prósent tilvika, kannski um 90 manns á ári, kemur krabbameinið aftur.“

Eiginkona Sinise losnaði við krabbamein sitt og hefur verið laus við það síðan. Sonur þeirra hjóna barðist hins vegar við sitt mein í fimm og hálft ár áður en hann varð að játa sig sigraðan.

- Auglýsing -

„Hann háði langa baráttu sem tók alltaf meira og meira frá honum, eftir því sem tíminn leið,“ skrifaði Sinise.

„Þó að okkur verki í hjartað af söknuði, huggum við okkur við að vita að Mac er ekki lengur í erfiðleikum, og innblásin og hrærð af því hvernig hann tókst á við þetta,“ skrifaði Sinise. „Hann háði bratta baráttu við krabbamein sem hefur enga lækningu, en hann aldrei hætta að reyna.“

CBS sagði frá þessu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -