Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Gert að greiða háa sekt eftir dauðaslys barns: „Ég hata að ég hafi ekki getað verndað hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fataverslunin Topshop og fyrrum móðurfyrirtæki hennar, Arcadia, hefur verið gert að greiða eina milljón breskra punda í sekt eftir að tíu ára drengur lét lífið í versluninni. Drengurinn var með móður sinni þegar um 108 kílóa staur féll á hann með þessum skelfilegum afleyðingum. Aðeins sex dögum áður hafði sama komið fyrir tíu ára stúlku sem hlaut höfuðkúpubrot.

Slysið átti sér stað í febrúar árið 2017 en málið fór fyrir dóm í síðustu viku. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að staurinn hefði ekki verið rétt settur upp og braut verslunin því gegn öryggisreglum.

„Lífi okkar hefur verið gjörsamlega umturnað og þó það séu liðnar 265 vikur án hans er ennþá stórt hol í hjarta okkar. Ég hata að ég hafi ekki getað verndað hann. Þetta átti að vera skemmtileg verslunarferð, sonur minn ætlaði að eyða vasapeningnum sínum,“ sagði móðir drengsins fyrir dómi.

Verslanarisinn Arcadia hefur síðan farið í gjaldþrot og er Topshop nú í eigu ASOS.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -