Viðskiptavinir McDonald’s staðar í Brisbane í Ástralíu urðu í vikunni urðu vitni að ótrúlegu atviki sem ætti ekki að viðgangast á veitingastöðum en þá ákvað starfsmaður staðarins að nota hitalampa, sem notaður til að halda frönskum kartöflum heitum, til að þurrka blauta skúringarmoppu. Debbie Barakat tók myndband af athæfinu en starfsmaðurinn gerði enga tilraun til að fela verknaðinn en slíkt er greinilegt brot á öllum heilsuverndarsjónarmiðum. Að sögn Barakat voru starfsmenn staðarins að teygja sig fram hjá moppunni til að ná í franskar. Talsmaður McDonald’s í Ástralíu sagði að fyrirtækið taki matvælaöryggi mjög alvarlega og þetta mál hafi nú þegar verið afgreitt innan þess.