Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Gíslína segir Epstein hafa eyðilagt líf hennar: „Ég vildi að ég hefði verið áfram í Englandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gíslína (Ghislaine) Maxwell segist ekki trúa því að Jeffrey Epstein hafi framið sjálfsmorð, í glænýju viðtali úr fangelsinu. Hún segir ennfremur að hann hafi eyðilagt líf hennar.

Hin forsmáða Gíslína (Ghislaine) Maxwell, sem dæmd var í 20 ára fangelsi í fyrra, fyrir aðild sína í mannsalshring Jeffrey Epstein en þau voru bæði sek um barnaníð og önnur kynferðisbrot gegn fjöldi ungra kvenna. Áður voru þau bæði vel þekkt innan elítunnar vestanhafs sem og í Bretlandi en Andrés prins var kær vinur Epstein sem og Bill Clinton fyrrum bandaríkjaforseti og Bill Gates, einn ríkasti maður heims, svo einungis örfáir eru nefndir. Þau Maxwell og Epstein byrjuðu sem par en síðustu árin vann hún hjá honum við að lokka til þeirra fórnarlömb.

Jeffrey Epstein er sagður hafa framið sjálfsmorð í fangaklefa sínum árið 2019 er hann beið réttarhalda. Fæstir trúa reyndar þeirri útskýringu á dauða hans enda aðstæðurnar all furðulegar en ekki verður farið nánar í það í þessari frétt. Hin 61 árs gamla Maxwell segir í glænýju viðtali úr fangelsinu, að hún trúi ekki að Epstein hefði framið sjálfsvíg.

Viðtalið er úr heimildarmynd á TalkTV, sem kom út í síðustu viku og fjallar um Maxwell en myndinar gerði Daphne Barak. Í viðtalinu segir Maxwell um andlát Epstein:

„Nei, ég trúi ekki að hann hafi gert það. Ég held að hann hafi verið eh … myrtur.“

Þá spurði Barak hana einnig út í hennar eigið mál en hún var nýverið dæmd í 20 ára fangelsi fyrir brot hennar gegn ungum stúlkum og konum. Spurði Barak hana hvað hún myndi vilja segja við þær konur sem hún og Epstein brutu á, svaraði hún:

- Auglýsing -

„Ég myndi segja að Epstein er dáinn og að þær ættu að beina vonbrigðum sínum og vanlíðan að yfirvöldum, sem leyfði þessu að gerast. Og eins og ég sagði, þá vona ég að þær finni einhverja huggun í niðurstöðu réttarhaldanna yfir mér. “

Þá viðurkenndi Maxwell í viðtalinu að kynni hennar af Epstein hafi „eyðilagt“ líf hennar og „sært marga“. Segist hún þó ekki hafa grunað að í honum væri að finna illsku en skautar svolítið framhjá hennar eigin brotum:

„Samband mitt við hann og sú staðreynd að ég vann fyrir hann og eyddi með honum tíma og þekkti hann, hefur augljóslega eyðilagt líf mitt og sært margt fólk í kringum mig, sem ég elskaði og held nálægt hjarta mínu. Hreinskilnislega óska ég þess að hafa aldrei hitt hann. Ég vildi … að ég hefði verið áfram í Englandi. Ég væri þá bankastarfsmaður, þannig að ég hefði átt að flytja frá honum. Ég vissi ekki að hann væri svona skelfilegur. Ég meina, jú, augljósa veit ég það núna, svona eftir á. En á þeim tíma, ég meina, hann átti ógrynni af vinum. Hann þekkti nánast alla sem þú getur ímyndað þér. Það var engin ástæða að ímynda sér að hann væri einhver sem gæti framið slík illverk.“

- Auglýsing -

Þótt ótrúlegt sé, er fréttin unnin úr frétt Perez Hilton.

Hér er hægt að sjá brot úr viðtalinu við Maxwell:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -