Fjölskylda í Texas lenti heldur betur í furðulegu atviki í safarídýragarði þegar þau keyrðu þar í gegn. Fjölskyldan var að skoða Fossil Rim Wildlife Center í bænum Glen Rose í Texas en þar má finna alls konar dýr, meðal annars gíraffa. Fjölskyldan var í bíl með opnu þaki og sá gíraffi á svæðinu að hin tveggja ára Paisley hélt á fullum matarpoka. Þegar gíraffinn reyndi að ræna sér smá í svanginn beit hann í bol Paisley og reif hana óvart upp í stað matarpokans. Sem betur fyrir fjölskylduna sleppti gíraffinn henni fljótt og lenti hún í fangi móður sinnar. „Hjarta mitt stoppaði og ég fékk í magann. Þetta hræddi mig,“ sagði faðir Paisley um málið. Hann sagði einnig að þetta atvik muni þó ekki hafa áhrif á komu þeirra og ætla þau að heimsækja dýragarðinn aftur seinna. Þá var keypt gíraffaleikfang handa Paisley í gjafabúð garðsins á leiðinni út.