Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Gítarleikari The Script er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gítarleikarinn og meðstofnandi írsku rokkhljómsveitarinn The Script, Mark Sheehan, er látinn.

Hinn 46 ára gítarleikarinn lést á sjúkrahúsi í gær í kjölfar stuttra veikinda, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. BBC sagði frá tilkynningunni.

Sheehan stofnaði hljómsveitina árið 2001 ásamt söngvaranum Danny O´Donaghue og trommaranum Glen Power. Í yfirlýsingu á samfélagsmiðli hljómsveitarinnar segir að Sheehan hafi verið „mjög svo elskaður eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur.“ Þá voru aðdáendur beðnir um að virða friðhelgi fjölskyldunnar og hljómsveitarmeðlima.

Forseti Írlands, Michael D. Higgins sagði að Sheehan hefði verið „framúrskarandi“ dæmi um velgengni írskrar tónlistar á alþjóðavettvangi.

„Það var til marks um frumleika og afburðagæði sem Mark og félagar hans í The Script sóttust eftir, að þeir upplifðu slíkan árangur um allan heim, þar á meðal sex plötur í fyrsta sæti í Bretlandi og plötu í þriðja sæti í Bandaríkjunum – sannarlega merkilegt afrek,“sagði forsetinn.

Þekktustu lög The Script eru Breakeven, For the First Time, Superheroes og The Man Who Can´t Be Moved, svo fáein lög séu nefnd.

Mark Sheenan lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -