Gítarleikarinn og meðstofnandi írsku rokkhljómsveitarinn The Script, Mark Sheehan, er látinn.
Hinn 46 ára gítarleikarinn lést á sjúkrahúsi í gær í kjölfar stuttra veikinda, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. BBC sagði frá tilkynningunni.
Sheehan stofnaði hljómsveitina árið 2001 ásamt söngvaranum Danny O´Donaghue og trommaranum Glen Power. Í yfirlýsingu á samfélagsmiðli hljómsveitarinnar segir að Sheehan hafi verið „mjög svo elskaður eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur.“ Þá voru aðdáendur beðnir um að virða friðhelgi fjölskyldunnar og hljómsveitarmeðlima.
Forseti Írlands, Michael D. Higgins sagði að Sheehan hefði verið „framúrskarandi“ dæmi um velgengni írskrar tónlistar á alþjóðavettvangi.
Þekktustu lög The Script eru Breakeven, For the First Time, Superheroes og The Man Who Can´t Be Moved, svo fáein lög séu nefnd.
Mark Sheenan lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.