Ótrúlegur hundaþjófnaður átti sér stað í Los Angeles.
Ali Zacharias var að borða hádegismat í miðbæ Los Angeles um helgina með hundinum Onyx, frönkum bolabít, þegar kona gekk að hundinum og kallaði á hann að koma til sín. Zacharias hélt fyrir að konan væri að ruglast á hundum og pældi lítið í málinu þar til konan greip í hundaól Onyx og labbaði í burtu.
Zacharias elti og kallaði „Afsakaðu mig, þetta er hundurinn minn,“ en konan hunsaði hana og hélt áfram að labba í burtu. Konan hoppaði svo í bíl, með hundinn, sem beið. Zacharias reyndi að komast inn í bílinn en hann var fullur af fólki og náði það að ýta henni í burtu. Þá greip Zacharias til þess að standa fyrir framan bílinn og öskra á hjálp, sem aldrei kom. Bílstjórinn ákvað þá að keyra á Zacharias með þeim afleiðingum að hún fór upp á húdd bílsins. Zacharias hélt sér á bílnum meðan hann keyrði með hana mörg hundruð metra á ofsahraða. Á endanum missti hún takið og kastaðist af bílnum.
Zacharias tilkynnti málið til lögreglu og hefur heitið háum fundarlaunum fyrir hundinn. Í viðtali við sjónvarpsstöð í Los Angeles sagði Zacharias að barni hennar hafi verið stolið og að hún bæði til guðs að hundinum yrði skilað aftur til hennar.
Hægt er að horfa á myndband af þessu atviki hér.