Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Glórulausir Norður-kóreskir hermenn stráfelldir af Úkraínuher: „Við höfðum aldrei séð annað eins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur hundruð Norður-kóreskra hermanna hafa fallið þar sem þeir hafa barðist við hlið rússneskra hersveita í Kúrsk-héraði, segir háttsettur embættismaður í bandaríska hernum í vikunni.

Embættismaðurinnm sem ekki vildi koma fram undir nafni sagði að hermennirnir hafi hlotið allt frá „minniháttar meiðsl upp í að vera KIA (drepnir á vígvellinum)“, og að hermennirnir sem fallið hafa séu af „öllum tignum“ innan hersins.

Í gær sögðu sérsveitir Úkraínu að 50 Norður-kóreskir hermenn hefðu fallið í þriggja daga bardaga á landamærasvæðinu. Volodymyr Zelenskyy hefur sagt að allt að 10.000-12.000 hermenn frá Pyongyang hafi verið sendir til að berjast í Úkraínu.

Hersveitum Kænugarðs hefur tekist að greina Norður-kóreska hermenn frá rússneskum hersveitum á vígvellinum vegna þess að þeir hreyfa sig í stórum hópum, sagði úkraínskur drónaforingi við The Washington Post.

„N-Kóreumenn hlaupa yfir akrana og þeir eru svo margir. Þeir skilja ekki hvað er að gerast,“ sagði hann.

Hann bætti við að úkraínskir ​​drónar, stórskotalið og önnur hersveitir hafi auðveldlega fundið skotmörk sín „vegna þess að þeir voru á ferð á víðavangi“. „Þú getur ímyndað þér niðurstöðuna,“ sagði hann og bætti við: „Við vorum mjög hissa, við höfðum aldrei séð annað eins, 40 til 50 manns hlaupandi yfir akur. Þetta er fullkomið skotmark fyrir stórskotalið og Mavic (dróna) stjórnendur. Rússar hlupu aldrei svona.“

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -