Þriðjudagur 29. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Góðhjartaður pípari: „Við erum á sólarhringsvakt fyrir hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég fór til mömmu í gær og stóri dramatíski hitakúturinn hennar lak. Ég hringdi í systur mína sem hafði upp á pípara,“ segir í færslu frá Christine Anne Rowlands sem býr í Padham í Englandi. Móðir Christine er 91 árs og er á líknandi meðferð vegna bráðahvítblæðis.

Pípulagningamaðurinn, James Anderson sem sinnti útkalli þeirra, var í nágrenninu í öðrum erindagjörðum og tilkynnti þeim komu sína. Hann gerði við hitakútinn sem lak á tveimur stöðum. Aðspurður um kostnaðinn við viðgerðina og útkallið svaraði hann að þeim yrði sendur reikningur í tölvupósti.

Reikningurinn var samviskusamlega útfylltur með skýringum. Píparinn rukkaði þó ekki krónu fyrir útkallið né vinnuna. Í lýsingunni stendur: „Útkall vegna hitakúts. Háþrýstingur og tveir leikar. Konan er 91 árs með bráðahvítblði og á líknandi meðferð. Aldrei skal rukkaður kostnaður hjá þessari konu. Við erum á sólarhringsvakt fyrir hana og pössum að henni líði eins vel og kostur er á.“

Píparinn James sendi þeim eftirfarandi reikning. Mynd skjáskot

Þessi hugljúfa færsla birtist á síðu Upworthy á Instagram. Hana má sjá hér í heild:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Upworthy (@upworthy)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -