Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Goðsögn í fitness-heiminum látin: „Eins og allir, er ég mjög sorgmæddu og í sjokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chad McCrary, fitness-stjarna er látinn, aðeins 49 ára að aldri.

Á dögunum var tilkynnt um andláta Chad McCrary sem var goðsögn í fitness-heiminum vestan hafs en hann lést 2. janúar síðastliðinn. Chad hélt áfram að keppa í kraftlyftingum eftir að hann lamaðist fyrir neðan mitti í mótorkrossslysi árið 2005.

Bróðir hins fyrrverandi fitness-meistara, Lance McCrary, sagði frá andlátinu á samfélagmiðli þar sem hann birti skilaboð frá Jim McMahon, forstjóra fitness merkisins Mutant, sem var helsti styrktaraðili Chad. „Eins og allir, er ég mjög sorgmæddu og í sjokki,“ sagði Jim í skilaboðunum sem birtust 12. janúar. „Þetta eru erfiðar fréttir.“

Jim útskýrði svo þau áhrif sem Chad hafði á íþróttasamfélagið. „Það sem ég mun alltaf taka frá kynnum mínum af Chad er bara það sem við öll fengum að upplifa, í hópnum okkar að minnsta kosti, með honum, sem er bara félagsskapurinn. Það er alltaf það sem við reynum að ná í þessu lífi, að eiga góða vini og góðan félagsskapu.“ Bætti hann við: „Ég hef ekki mikið að segja annað en að mig verkjað í hjartað. Það er einfaldasta leiðin til að orða þetta. Friður og ást til allra. Takk, Chad.“

Lance svaraði fallegum orðum Jim með athugasemd: „Jim, bróðir minn var mjög stoltur af því að tilheyra Mutant þjóðinni. Hann var á toppi heimsins þegar þú skrifaðir undir samning við hann.“ Bætti hann svo við: „Hann var sannur líkamsræktarmaður og þegar hann var í sínu dýrslega formi, var ákveðni hans óviðjafnanleg. Samt gat hann látið mann hlæja, gefið góð ráð. Hann var bara afar góður maður.“

- Auglýsing -

Dánarorsök hafa ekki verið kunngjörð.

Fréttin er unnin upp úr frétt Eonline.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -