Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Gömul kona rannsökuð af lögreglu í Rússlandi vegna málverka – Ruddust inn á listasýningu hennar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjötíu og sjö ára listakona er nú undir rannsókn lögreglu í Rússlandi vegna gruns um að standa fyrir falsupplýsingar um rússneska herinn.

Saksóknari Sankti Pétursborgar hefur viðurkennt að 19 mótmælamálverk listakonunnar Yelena Osipova hafi verið gerð upptæk úr listasýningu hennar, af lögreglunni og þau send í „flókið sálfræðimat.“ Kemur þetta fram í útlagamiðlinum rússneska, Meduza.

Yelena Osipova er 77 ára fyrrverandi listakennari, sem hefur verið afar ötul við að mótmæla innrás Rússa inn í Úkraínu, með því að standa við götur í Sankti Pétursborg með málverk sín. Þann 31. janúar síðastliðinn opnaði hún einkasýninguna „Friðsamleg listamótmæli“ á skrifstofu Yabloka-flokksins í Sankti Pétursborg. Daginn eftir ruddist lögreglan inn á sýninguna og sagðist hafa fengið tilkynningu um sprengju í byggingunni. Engin sprengja fannst en 19 málverk voru tekin af lögreglunni.

Samkvæmt saksóknara borgarinnar innihalda málverk Osipovu „textaáletranir sem líklegar eru til að flytja rangar upplýsingar um notkun rússneska alríkishersins.“

Rannsóknin á listaverkunum á að ákvarða hvort þau brjóti í bága við rússnesk lög um „falsfréttir“ um rússneska herinn, en lögunum er ætlað að hefta gagnrýni á innrásina í Úkraínu. Niðurstöður „sálfræðilegu greiningarinnar á málfræðina“ í listaverkum Osipovu, ættu að liggja fyrir í ágúst 2023. Yfirvöld hafa ekki útskýrt hvaða stofnun mun sjá um matið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -