Umhverfisverndarsinninn sænski, Greta Thurnberg sló heldur betur í gegn á Twitter í dag þegar hún svaraði „hættulegasta manni internetsins“, Andrew Tate.
Fráfarandi ritstjóri DV, Björn Þorfinnsson lýsti Tate í pistli á DV þar sem hann sagði meðal annars: „Hann er geysivinsæll á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega hjá ungum drengjum, en á veitunum úðar hann út ógeðfelldum skoðunum sínum sem einkennast af kvenhatri og fordómum.“
Andrew Tate var bannaður á öllum helstu samfélagsmiðlum internetsins fyrir fordóma og hatursræðu en nýlega fékk hann aftur aðgang að Twitter. Skrifaði hann færslu og sendi á hina tæplega tvítugu Gretu Thunberg en þar segist hann eiga 33 bíla og birtir mynd af sér með einum af þeim. Þá gefur hann upplýsingar um „gríðarlega losun“ þeirra. Þá biður hann Gretu um tölvupóstfang svo hann geti sent henni upplýsingar um restina af bílaflota hans.
Átti þessi færsla líklega að ögra Gretu því hún hefur barist fyrir aðgerðum gegn hlýnun jarðar frá því að hún var unglingur.
Sú sænska lét Tate ekki slá sig út af laginu heldur svaraði að margra mati snilldarlega:
„Já endilega upplýstu mig. Tölvupóstfangið mitt er [email protected] (ísl. litidtyppi-orka@faðutherlif.com)
Á íslensku kallast þetta rothögg.
yes, please do enlighten me. email me at [email protected] https://t.co/V8geeVvEvg
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 28, 2022